Prósentureikningur

Úr Wikibókunum

Getur þú notað síðuna?[breyta]

Prósentu þríhyrningurinn er mikilvægt verkfæri

Ef þú ert á elsta stigi í grunnskóla og átt erfitt með prósentureikning þá ertu á réttum stað. Þessi síða er ætluð til þess að hjálpa þér að efla skilning þinn á prósentureikning. Fjölmörg myndbönd og nokkrar skýringarmyndir eru á síðunni sem eru tengd þessum þætti stærðfræðinnar. Ef þú þarft að æfa þig þá eru dæmi undir hverjum lið sem þú getur leyst. Svörin við æfingadæmunum eru neðast á síðunni.

Prósentureikningur[breyta]

Orðið prósent er komið úr latínu og þýðir af hundraði. Við erum því að finna einhvern hluta af heildinni (100%).

Á þessari síðu verður farið í nokkrar aðferðir sem notast er við í prósentureikning. Hérna er myndband sem höfundur síðunnar bjó til árið 2013. Áður en þú byrjar að reikna er mikilvægt að kunna að breyta prósentutölu í tugabrot. Góð aðferð er að deila prósentutölunni með 100 til að búa til tugabrotið.


Hérna færðu smá fræðslu um almenn brot og tugabrot.


Að finna hluta af heildinni:[breyta]

Þríhyrningurinn góði sem við notum í prósentureikning. Reglan er sú að þú heldur fyrir það sem þú ætlar þér að finna (sjá mynd). Oftast eru gefnar tvær stærðir og þú þarft að finna þá þriðju.

Æfðu þig:

Rúnar og Siggi eiga fyrirtæki, Rúnar á 30% og Siggi 70% í fyrirtækinu. Þeir seldu fyrirtækið í gær og skiptast 12 milljónir hlut þeirra. Hversu mikið fær Rúnar? En Siggi?




Að finna prósent:[breyta]

Aðferðin sem við notum til þess að finna prósent er einföld. Við notum þríhyrninginn okkar, gott er að teikna hann upp efst á blaðsíðuna. Til þess að vera viss um hvað þú þarft að gera, heldur þú fyrir % merkið og sérð þá að hluti deilt með heild er eftir. Taktu hlutann og deildu með heildinni - þá færðu út tugabrot sem þú margfaldar með 100 til þess að fá prósentutöluna.

Algengt er að fólk gleymi t.d. að 0,01 = 1% og 0,1 = 10%

Æfðu þig:

Gunnar á 3000 kr. í veskinu. Hann ætlar að fara út í búð og kaupa sér að borða. Afgreiðslumaðurinn sagði Gunnari að maturinn kostaði 375 kr. Hversu mörg prósent af peningnum í veskinu borgaði hann í búðinni?



Að finna heildina:[breyta]

Þegar við ætlum að finna heildina af gefni prósentu eða hluta þá notum við þríhyninginn enn og aftur með því að halda fyrir heildina. Til þess að fá heildina geri ég hluti deilt með %.

Æfðu þig:

Njáll tók 25% af peningunum sínum út af bankabókinni sinni í gær. Hann fékk því 30.000 kr í beinhörðum peningum. Hve mikið átti hann inn á bankabókinni áður en hann tók peninginn út?

Nytsamlegir tenglar[breyta]


Nokkur góð myndbönd með prósentureikning er að finna inn á www.vendikennsla.is

Prósentureikningur á skólavefnum.

Prósentvefurinn á nams.is er góður til að æfa færni sína í prósentureikning.
Rasmus.is er með gagnvirkar æfingar og glærur til undirbúnings.


Heimildir[breyta]

Vendikennsla.is

Myndirnar eru í eigi Gunnlaugs Smárasonar - þær koma úr einkasafni.