Plánetur

Úr Wikibókunum

Þessi síða er gerð af Valdísi Fransdóttur og Sigþrúði M. Gunnsteinsdóttur, í áfanganum Nám og kennsla á netinu, kennari Salvör Kristjana Gissurardóttir.

Fyrir u.þ.b. fimm milljörðum ára varð sólin til og er hún meira en milljón sinnum stærri en jörðin. Þær plánetur sem eru næst sólinni eru þéttar og bergkenndar en þær sem eru fjær eru stærri og loftkenndar.[1]


  • Merkúr (Mercury)er næst sólinni og þar er stysta árið í sólkerfinu. Hún snýst svo hægt um möndul sinn að það tekur hana lengri tíma en það tekur hana að fara einn hring í kringum sólina.
  • Venus (Venus)er heimur elds og brennisteins. Þar er eitrað andrúmsloft og regnið er brennandi sýra. Lífið á jörðinni setur sterkan svip á hana.
  • Mars (Mars) er næst í röðinni. Árið 1996 fundu vísindamenn loftstein frá Mars og í honum voru steingervingar af bakteríum.
  • Júpíter (Jupiter) er stærsta plánetan í sólkerfinu. Hún er 1300 sinnum stærri en jörðin og vita menn um 16 tungl sem fylgja henni.
    mynd af Júpiter og einu tungli þess
  • Satúrnus (Saturnus) er þekktust fyrir hringi sína.
  • Úranus (Uranus) er sjöunda frá sólu. Hún er með óreglulegan sporbaug vegna nálægðar sinnar við Neptúnus (Neptune) sem er bláleit á litinn vegna metangass.

Plútó er fjarlægasta stjarnan. Hún fannst árið 1930 og þar ríkir heljarkuldi þar sem hún er svo langt frá sólu. Árið 2006 var tilkynnt að Plútó er ekki lengur reikistjarna, heldur dvergreikistjarna.

Plútó sem er ekki lengur reikistjarna


Sólkerfið[breyta]

Nokkrar plánetur og tunglið okkar

Sólkerfið skiptist í innra - og ytra sólkerfinu. Í innra sólkerfinu eru fjórar reikistjörnur – Merkúríus, Venus, jörðin og Mars – sem allar eiga það sameiginlegt að hafa fast yfirborð og eru því oft kallaðar jarðstjörnur. Í ytra sólkerfinu eru aðrar fjórar reikistjörnur – Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus – sem allar hafa það sammerkt að vera úr lofttegundum og því oft kallaðar gasrisar. Þær hafa ekkert fast yfirborð svo ekki er unnt að lenda geimfari á þeim.[2]

Hugmyndir að skemmtilegum verkefnum[breyta]


Krossapróf[breyta]

1 Hvað eru margar ytri reikistjörnur?

5
3
6
4

2 Hovering tegnund af stjörnu er Plútó?

Reikistjarna
Dvergreikistjarna
Loftstjarna
Hún er ekki til

3 Hvað hafa innri reikistjörnur sameiginlegt?

Allar úr föstu efni
Allar með svipað hitastig
Líf á þeim öllum
Finnst vatn á þeim öllum

4 Hvað heitir reikistjarnan næst sólu?

Jörðin
Mars
Merkúríus
Júpíter

5 Hvað hafa ytri reikistjörnur sameiginlegt?

Allar jafn stórar
Allar úr bergi og málmum
Finnst líf á þeim öllum
þær eru úr lofttegundum

6 Hvað eru margar innri reikistjörnur?

3
6
5
4


Youtube tenglar[breyta]

https://www.youtube.com/watch?v=Kj4524AAZdE https://www.youtube.com/watch?v=RyScHTV2010 https://www.youtube.com/watch?v=PCxjuDePdCI

Heimildaskrá[breyta]

1.tilvísun [[1]]Sótt 22.febrúar 2021 2.tilvísun [[2]] Sótt 22. febrúar 2021

Sævar Helgi Bragason. (2015). Sólkerfið okkar. Stjörnufræðivefurinn.Sótt af: https://www.stjornufraedi.is/alheimurinn/solkerfid-okkar/ þann 22.febrúar 2021

  1. 1
  2. 2