Page Breeze
Inngangur
[breyta]Mig langar til að kynna Page Breeze sem er HTML ritþór. Ástæðan fyrir því að ég valdi að fjalla um Page Breeze er að hann er góður að nota til að læra html ívafsmálið. Hann hefur upp á ýmsa möguleika að bjóða, eins og að smíða vefsíður á einfaldasta máta með því að skrifa hml máĺið eingöngu og einnig með form builder.
Um Page Breeze
[breyta]Page Breeze er gefinn út af fyrirtæki sem heitir Solutionsoft og eru tvær úgáfur, professional sem er seld og frí útgáfa sem má nota í persónulegum tilgangi, til náms og í ólaunuðum tilgangi, heimild "http://www.pagebreeze.com"
Að nota Page Breeze
[breyta]Notandi Velur New Page í valmyndinni "File" og kemur þá upp gluggi þar sem hægt er að velja sniðmát fyrir allt frá einföldustu síðum upp í flóknari samsetningar í litum og högun. Hægt er að birta útlit sniðmátanna sem í boði eru með því að smella á forskoðunar hnapp og birtist þá sniðmátið sem er valið, notandi síðan getur vistað sín eigin sniðmát og bætast þau þá í listann. Einnig er val í valmyndinni Files að sækja vefsíðu-sniðmát, sé það valið tengist notandi inn á heimasíðu Page Breeze þar eru hlekkir í ýmis sniðmát ásamt upplýsingum um hvernig að að innfæra nýtt sniðmát. Þegar notandinn hefur valið sér sniðmát er byrjað að vefa, hægt er að velja með flipum hvað á að gera, einn flipinn "HTML Source" velur html kóðann sem hægt er að laga til að vild annar flipi "Normal" velur síðuna í hönnunar ham þar sem hægt er að draga og sleppa vefsíðu einingum (components) inni á síðunni. Einnig er hægt að velja einingar inn á síðuna úr valmyndum. Fleiri aðgerðir eru í boði á flipum, "Page Properties" þar sem hægt er að setja titil, bakgrunn, stílsnið, lykilorð fyir leitarvélar og lýsing.