Fara í innihald

PHP

Úr Wikibókunum

PHP er skriftumál hannað til að fylla inn í gatið á milli þjónustu á vefþjónum (Server Side Includes) og Perl og er sérstaklega ætlað fyrir vefforritun. PHP hefur lengi haft á bak við sig stórt safn forritara og er með vinsælustu forritunarmálum heims. [1] Sem ástæður fyrir vinsældunum má nefna málfræðina sjálfa, sem er á svipaðan hátt og C-forritunarmálin og svo einfaldleikinn. PHP er núna í útgáfu 5.4. Á tíma var útgáfa 6 í vinnslu en sú vinna hefur verið lögð til hliðar. Lengi vel var verið að halda úti tveimur útgáfum (4 og 5) en útgáfa 4 var lögð til hinstu hvílu árið 2010.

Ef þú hefur einhverntíma komið á vefsíðu sem biður þig um innskráningu hefur þú mjög líklega komið á síðu sem notar hugbúnað sem keyrður er á vefþjóninum. Vegna þess hve vinsælt PHP er, er líklegt að forritið sé skrifað í PHP. PHP var hannað af Rasmus Lerdorf til að geta birt ferilskrá sína og til að geta safnað saman gögnum frá þeim sem heimsóttu síðuna.

Í grunninn leyfir PHP statískri síðu (síða sem inniheldur gögn og efni sem eru eins, þangað til að manneskja breytir síðunni sjálfri) í það að verða dýnamískri (sbr. mbl.is). "PHP" er skammstöfun sem stendur fyrir "PHP: Hypertext Preprocessor". Orðið "Preprocessor" þýðir að PHP gerir breytingar (og skiptir út kóða) áður en HTML síða er búin til. Þetta gefur hönnuðum og forriturum kleift að búa til öflugan vefhugbúnað sem getur birt blogg, stjórnað vélbúnaði miðlægt eða keyrt öfluga vefi eins og Wikipedia, Wikibooks og FACEBOOK! Að sjálfsögðu þarf eitthvað aðeins meira til, t.d. gagnagrunn, og hefur MySQL verið mjög vinsæll í samþættingu við PHP.

Áður en þú heldur áfram hinni frábæru vegferð að vefhugbúnaði er mælt sérstaklega með að þú hafir grunnþekkingu á HTML.

Uppsetning á PHP[breyta]

Að læra tungumálið[breyta]

Grunnþættir[breyta]

Þessi hluti er um grunnþætti PHP og það sem allir sem ætla að forrita í PHP þurfa að kunna.
  1. Kennsla í grunnskrefum PHP
  2. Byrjum á byrjuninni. "Halló heimur" 100% developed  as of 20. jan 2013 (20. jan 2013)
  3. Grunnþættir 75% developed  as of 20. jan 2013 (20. jan 2013)
  4. Athugasemdir og kóðastíll 100% developed  as of 21. Jan 2013 (21. Jan 2013)

Heimildir[breyta]

  1. TIOBE Software