PH-gildi

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur:Oddný Svana Þorláksdóttir


Inngangur[breyta]

Mynd:PH-har.jpg

Í þessari wikibók ætla ég að fjalla um pH-gildi hárs,húðar og hársvarðar. Hvað er pH-gildi og hvernig virkar kvarðinn og hvernig tengist pH-kvarðinn hár-húð og hársverði

pH-gildi[breyta]

Því hefur verið haldið fram að lágt pH gildi (lágt sýrustig) sé gott fyrir hár, skinn og hárvörð en hátt pH gildi(alkalískta/basískt) sé óæskilegt. Þetta er að hluta til rétt þegar átt er við hárþvotta – og hárnæringarefni. Engu að síður þurfa ýmis efni,sem nauðsynileg eru a hársnytistofum, að hafa allhátt pH-gildi svo þau vinni eins og til er ætlast,t.d efni í permanent,litir ofl.

Hvað er pH?[breyta]

pH er mælieining sem sýnir hvort upplausn sé súr, hlutlaus eða basísk, rétt eins og hiti mælist í hitastigum og lengdir í lengdareiningum. Hafa skal hugfast að aðeins vatnsuppleysanleg efni eru súr eða basísk. Það ræðst af fjölda jákvæðra vetnisjóna eða neikvæðra hýðroxíðjóna í lausninni hvort hún verður súr eða basísk. Jónir eru hlaðin atóm eða hópar atóma. Þau eru samansett úr minn eindum:róteindum,nifteindum og rafeindum. Róteindir hafa plúshleðslu, nifteindir eru óhlaðnar og rafeindir hafa mínushleðslu Vetnisjónir eru plúshlaðnar, táknið með (H+). Hýdroxíð-eða hýdroxíljónir eru mínushlaðnar,táknað með (OH-)

Sem sagt: súrt= H+ basísk= OH- Þannig að ef fjöldi plús og mínusjóna er sá sami, er lausnin hlutlaus. Vatn er hlutlaus þar sem það hefur jafnmargar jákvæðar vetnisjónir og neikvæðar hýdroxíðjónir

pH- kvarðinn[breyta]

Kvarðinn fyrir pH-gildin er a bilinu 0-14, gildið 7 er hlutlaust. Tölur lægri en sjö tákna súra lausn en tölur hærri en 7 gefa til kynna basíska lausn.Kvarðinn er lógaritmískur, en það þýðir að hver tala innan hans hækkar sem margfeldi af 10. þannig er PH-gildið 6 er tíu sinnum súrara en hlutlausa Ph-gildið 7.

Hvernig virkar kvarðinn?

Á lógaritmískum kvarða er pH 5 hundrað sinnum súrara en pH 7 þar sem munurinn er tvö pH (10x10). Neðsta gildi kvarðans er 0, sem er þá tíu milljón sinnum súrara en pH 7 (hlutlaust sýrustig) vegna þess að þarna munar 7 stigum(10). Ef farið er upp eftir kvarðanum gildir það sama: pH 8 er tíu sinnum basískari gildi en hlutlausa pH 7. Af þessu er ljóst að það sem sýnist óveruleg breyting a pH-gildi lausnar hefur mikil áhrif á sýustig hennar.

Hvernig tengist pH-kvarðinn hári, húð og hársverði?

Meðalgildi pH í hári, húð og hársverði er einhvers staðar á milli pH 4.5-5,5. Þetta gildi á ekki við um hárið sjálft, húð og hársvörð, heldur um himnu,sem verður til úr fitukenndri sýru frá kirtilfumum,sem þekur og smyr yfirborðið. Þessa samsetningu fitu- og vatnsuppleysanlegra efna má kalla sýruhimnu, en hún er afurð fitu- og svitukirtla. Himnan hjálpar til við að halda hári,húð og hársverði í sem bestu ástandi. Fita varðveitir mýkt og gljáa hársins en sýrustigið í hársverðinum heldur hárinu sterku og þéttu.

Breytingar á sýruhimnu

Meðalgildi pH á yfirborðihársvarðarins er 4,8 en mælingar sýna að gildið eykst(hækkar)í hárinu eftir því sem fjær dregur sverðinum. Þetta staðfestir að himnan þynnist eftir því sem nær dregur hárendanum og þeim mun meira eftir því sem hárið er þynnra.

Sítt hár hefur tilhneigingu til að verða veikbyggðara í endann og líflaust að sjá. Það má rekja til þess að sýruhimnan nær síður þangað. Þetta hár er einnig eldra og hefur því slitnað og orðið fyrir hnjaski.

Óeðlilegt pH-gildi[breyta]

Sýruhimnan skaddast þegar notuð eru í hárið efni með mjög háu pH-gildi. Það geta verið efni eins og basískt permanent, hárliðunar-og hárlitarefni eða aflitunarefni. Hátt pH-gildi veldur því að hárbörkurinn þrútnar og veldur spennu í ytri lögum hársins. Þetta ástand er oft og tíðum nauðsynlegt til að efnameðferð beri tilætlaðan árangur. Þegar meðferðinni lýkur er því mikilvægt að koma á eðlilegu sýrujafnvægi eins fljótt og auðuð er.

Hársnyrtiefni í sýrujafnvægi hafa pH-gildi frá 4,5-5,5 og hentar eðlilegu ástandi hárs og hársvarðar. Þau viðhalda eðlilegu sýrustigi sýruhimnunnar.


Áhrif pH á efnameðhöndlað hár[breyta]

Efnameðhöndlað hár þarf súrari lausn til að jafna innri mínushleðslu þess. Lausn í jafnvægi við innra pH-gildi hárs,sem orðið hefur fyrir skemmdu vegna efnameðferðar,spannar yfirleitt bilið pH3-5. Því meiri skemmdum sem hárið hefur orðið fyrir, þeim mun nær pH 3 þarf lausnin að vera til þess að koma aftur jafnvægi í innri hleðslu.

Þegar velja skal rétt pH-gildi er ekki nóg að samræma pH-gildi viðkomandi lausnar við pH-gildi sýruhimnunnar í hársverðinum. Það verður að samræma pH-gildi lausnarinnar, sem á að nota, við innra pH-gildi hársins,sem skal meðhöndla. Það kemur í veg fyrir að keratínið þenjist út og viðheldur hárstyrknum.

Hársnyrtivörur og pH-gildi[breyta]

Sjampó/hárnæring

Sjampó í sýrujafnvægi(acid-balaced) 4,5-5,5.

Basískt sjampó 7,0-10,0.

Sýrumyndandi hárnæring 2,2-5,5.

Djúpnæring 3,3-5,5.

Permanent/lagningarvökvar

Sýru-permanent 5,5-6,9.

Basískt permanent 8,0-9,5.

Lagningarvökvar 11,5-14,0.

Litir/lýsingarefni

Oil bleach 8,0-9,5.

Powder bleach 10,-11,0.

Hárlitunarefni 9,5-10,5.

Vetnisperoxíð undir 4,0.

Spurningar[breyta]

pH-gildi

Heimildir[breyta]

Um pH-gildi fyrir hársnyrtifólk 1995. IÐNÚ Reykjavík.

HairSite.com

Purchon.com