Notandi:Thk76
Gagnasöfn
[breyta]Hefur þig langað að koma þér upp þínu eigin gagnasafni, safni sem getur hjálpar þér að halda utan um upplýsingar, safni sem auðveldar þér að ná í réttar upplýsingar, safni eins og geisladiska-safni, dvd-safni eða mynda-safni svo fátt eitt sé nefnt? Ef svarið er já þá er þetta einfalda opna námsefni um gagnasöfn og notkun þeirra staðurinn sem þú getur lært að búa til þitt eigið gagnasafn.
Það sem þú þarft er:
- Aðgangur að gagnagrunnsþjón, t.d. Mysql, hvort sem er yfir netið eða uppsett á þína eigin vél.
- Gagnagrunnstól, t.d. phpmyadmin,til að hafa samskipti við gagnagrunnsþjóninn.
- Kunnátta í fyrirspurnarmálinu SQL.
Gagnagrunnsþjónn.
[breyta]Hugtakið gagnagrunnsþjónn eða miðlari vísar bæði til þess vélbúnaðar og þess hugbúnaðar sem notaður er til að keyra gagnagrunn. Sem hugbúnaður, þá nær gagnagrunnsþjónninn eða miðlarinn yfir þann hluta gagnavinnslunnar sem fer fram í svokölluðum bakenda-hluta sem styðst við svokallað biðlara-miðlara líkan. Sem vélbúnaður, er átt við hina áþreifanlegu tölvu sem er notuð til að hýsa gagnagrunninn.
Gagnagrunnstól.
[breyta]phpMyAdmin er vefdrifið gagnasafnstjórnunarkerfi skrifað í forritunarmálinu PHP sem gerir þér kleift að framkvæma gagnasafnsstjórnunaraðgerðir, þar á meðal:
- Búa til, eyða og/eða breyta töflum
- Eyða, breyta og bæta dálkum í töflu
- Keyra SQL skipanir
- Senda fyrirspurn í gagnagrunn
- Stýra aðgengismálum
- Taka öryggisafrit og endurheimta gagnagrunna
Fyrirspurnarmálið SQL
[breyta]Fyrirspurnarmál eða tungumál sem gagnagrunnar skilja. Notandinn notar þetta mál til að koma á samskiptum milli gagnagrunnstólsins og gagnagrunnsþjónsins, bæði í hönnunarfasa og í eftirvinnslufasa, t.d. þegar nálgast þarf upplýsingar.
Fyrst eftir að notandi hefur fengið pláss á gagnagrunnsþjóni eða sett upp sinn eiginn gagnagrunnsþjón í gegnum XAMPP hugbúnaðarvöndulinn sem auðvelt er að nálgast á netinu, þarf að tengjast við þjóninn í gegnum myndrænt innskráningarform:
Þegar notandi hefur verið auðkenndur og samþykktur á gagnagrunnsþjóninn opnast phpmyadmin hugbúnaðurinn og notandinn fær vinnuborð eins og eftirfarandi mynd sýnir:
Það fyrsta sem þarf að gera er að búa til gagnagrunn sem mun halda utan um gögnin okkar.
Til þess að búa til gagnagrunn smellum við á flipa sem á stendur SQL, þá opnast ritbox sem við setjum allar okkar SQL skipanir í og framkvæmum.
Fyrsta skipunin okkar er sem sé að búa til gagnagrunninn wikipedia, það gerum við með því að skrifa textann [ create database wikipedia ], svipað og sést á meðfylgjandi mynd:
Svo ýtum við á hnappinn GO neðst til hægri. Og ýtum svo á græna endurræsingarhnappinn sem er efst til hægri á vinstri hluta vinnuborðsins:
Þá sjáum við að phpmyadmin tólið er búið að búa til gagnagrunninn wikipedia á gagnagrunnsþjóninum sem við tengdumst. Þennan grunn getum við svo notað í næstu skref.