Notandi:Siljayr

Úr Wikibókunum

Hallgrímskirkja[breyta]

Hallgrímskirkja þjónar nærumhverfi sínu sem sóknarkirkja og er einnig þjóðarhelgidómur. Hún er minningarkirkja um Hallgrím Pétursson og pílagrímastaður ferðafólks. Flesta daga ársins koma þúsundir í kirkjuna, heimafólk og erlendir gestir.

Hallgrímskirkja er 74,5 metra há kirkja. Hallgrímskirkja sést víða að og er þekkt kennileiti í Reykjavík. Hún er næsthæsta óstagaða mannvirki Íslands (langbylgjumastriðttttt á Gufuskálum er 412 metra hátt). Kirkjan var reist á árunum 1945-1986 og kennd við sr. Hallgrím Pétursson sálmaskáld. Arkítekt kirkjunnar var Guðjón Samúelsson.

Í kirkjunni er 5275 pípa orgel sem byggt var árið 1992. Orgelið er 15 metrar á hæð og vegur um 25 tonn.


Séð í fallegan glugga krikjunnar innanfrá

Aðeins um Hallgrím[breyta]

Hallgrímur Pétursson(1614 – 27. október 1674) var prestur og mesta sálmaskáld Íslendinga. Ævi hans var að mörgu leyti óvenjuleg en þekktastur er hann í dag fyrir Passíusálmana sína sem voru fyrst gefnir út á prenti árið 1666. Hann var af góðum ættum en bjó lengst af við fátækt. Hann naut mikils stuðnings Brynjólfs Sveinssonar og fékk prestsvígslu frá honum þrátt fyrir að Hallgrímur lyki aldrei formlega prófi. Hallgrímskirkja í Reykjavík er nefnd eftir honum.


Ævihlaup[breyta]

Talið er að hann sé fæddur í Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði. Pabbi hans var hringjari á Hólum í Hjaltadal en talið er að mamma hans Sólveig hafi dáið ung því ekki er til mikið af upplýsingum um hana. Hallgrímur ólst því upp mikið til upp á Hólum.

Afhverju Hallgrímur fer frá Hólum ungur er síðan ekki alveg vitað en í ævisögu Hallgríms segir síra Vigfús Jónsson frá Hítardal að sakvæmt sumum hafi Hallgrímur komist ,,í einvhvörja ólempni fyrir kveðskap eður þesskonar unggæðishátt hjá fyrirkvenfólki á stólnum. Vigfús telur að þessi kveðskapur hafi orðið til þess að Hallgrímur hafi verið sendur í burtu.

Talið er að Hallgrímur hafi haldið í einhverskonar iðnám í Þýskalandi en næst eru til heimildir af honum í Kaupmannahöfn. Þar hittir hann Brynjólf Sveinssonar sem seinna verður biskup á Íslandi. Brynjólfur kemur honum í Frúarskóla þar og er pælanið að hann verði prestur. Hallgrímur kláraði þó aldrei skólann þó honum gengi vel því hann kynnsti Guðríði og verður hún fljótlega barnshafandi. Þau halda þá til Íslands og bjuggu þau við mikla fátækt lengi. 1644 er svo Hallgrímur vígður til prests á Hvalsnesi og var það Brynjólfur biskup sem vígði hann. Þau eru á Hvalsnesi í 7 ár en þá fer hann í Saurbæ og er þar prestur. Hann fer að veikjast og lætur endanlega af prestskap 1668. Þá fara þau hjónin til sonar síns Eyjólfs að Kalastöðum og síðan til Ferstiklu þar dó Hallgrímur 27. október 1674.

Hallgrímur átti 3 börn, Eyjólf elstann en ekki er mikið af hinum sagt. Guðmundur var næstur og hann hefur trúlega dáið sem ungabarn. Steinunn hét sú yngsta en hún dó fjagra ára. Hallgrímur samdi eitt hjartnæmasta harmljóð á íslenska tungu eftir dauða hennar. Eyjólfur dó 1679 á Ferstiklu og eftir að hann deyr fer mamma hans Guðríður aftur á Saurbæ og var hjá Hannesi Björnsyni sem hafði tekið við af Hallgrími

Þekktasta verkið[breyta]

 eru sálmar eftir Hallgrím Pétursson, sem hann orti á árunum 1656-1659. Þeir teljast vera höfuðverk hans og hafa verið hluti af páskahefð Íslendinga um margra alda skeið. Sálmarnir eru 50 talsins og í þeim er píslarsaga Krists rakin af mikilli innlifun. Þeir hafa komið út á íslensku oftar en 80 sinnum og hafa verið þýddir á fjöldamörg önnur tungumál. Sálmarnir eru fluttir í Ríkisútvarpinu á föstunni ár hvert, og hafa einnig verið fluttir í heild sinni á Föstudaginn langa í Hallgrímskirkju síðan hún var vígð.

Séra Hjörleifur Þórðarson á Valþjófsstað (d. 1786 um nírætt) þýddi Passíusálma Hallgríms á latínu, og var sú þýðing gefin út í Kaupmannahöfn 1785, og nefndist: Quinquaginta psalmi passionales.  Formála Passíusálmanna lýkur með orðunum Vale pie lector (latína: „Sæll, guðhræddi lesandi“ eða „Vertu sæll góði lesandi“).[1]


Tilvísanir[breyta]

  1. Passíusálmarnir
  2. Skólavörðuholt