Fara í innihald

Notandi:Helgadis

Úr Wikibókunum

Helga Dís[breyta]

Ég heiti Helga Dís og bý á Ólafsfirði í Fjallabyggð og geng í Menntaskólann á Tröllaskaga. Ég á tvö yngri systkini og bý með þeim ásamt foreldrum mínum og páfagaukinum okkar honum Ólafi.

Áhugamálin mín[breyta]

Ég æfi gönguskíði með Skíðafélagi Ólafsfjarðar.

Þjálfarinn heitir Kristján Hauksson.

Um gönguskíði[breyta]

  • Gönguskíði er norræn skíða íþrótt
  • Hún er keppnisgrein á Ólympíulikunum
  • Til eru tveir stílar af skíðaíþróttinni

Ef þú vilt æfa gönguskíði þarft þú að eiga eftirfarandi búnað

  • Skíði
  • Stafi
  • Skíðaskó
  • Hlý föt (yfir og undirlag)
  • Áburð til þess að bera neðan í skíðin
  • Skíðagleraugu

Texti síðu.[1]

Landsliðið[breyta]

Í landsliði Íslands á gönguskíðum eru fjórir skíðamenn.[2]. Þeir heita

  • Brynjar Leó Kristinsson SKA
  • Sævar Birgisson SÓ
  • Snorri Einarsson Ullur
  • Sturla Björn Einarsson Ullur

Skíðaferð[breyta]

Geilo 2014[breyta]

Fyrir tveimur árum fórum ég og bróðir minn í æfingaferð til Geilo í Noregi. Í Geilo er mjög mikil og skemmtileg skíðamenning. Fullt af fólki fer á skíði á hverjum degi og var mikil umferð í skíðabrautunum, sérstaklega snemma á morgnanna. Við fórum á æfingu tvisvar á dag í u.þ.b tvo klukkutíma í senn.

Lillehammer 2015[breyta]

Í fyrra fóru ég ásamt bróður mínum og þjálfaranum okkar, Elsu Guðrúnu til Lillehammer í Noregi. Við fórum með skíðafélagi Ísfirðinga og fullt af krökkum sem búa og æfa skíði á Ísafirði. Við vorum þarna úti í um tólf daga. Það voru strangar æfingar á hverjum degi. Við æfðum í um sex klukkutíma á dag að lágmarki og þar á milli sváfum við aðalega.

Tilvísanir[breyta]

  1. [1], Skoðað 15. nóveber 2016.
  2. [2], skoðað 15. nóvember 2016.