Notandi:Birnabjork

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Ísland

Ísland er 2,5 sinnum stærra en Danmörk. Aðeins rúmlega eitt prósent landsins er ræktanlegt. Stór hluti landsins er þakinn hraunbreiðum og jöklum. Í landinu búa ekki nema 332.529 manns, rúmlega helmingur þeirra í höfuðborginni Reykjavík og næsta nágrenni. [1]

Ísland er lýðveldi með forseta sem kjörinn er í beinni kosningu. Forsetinn tilnefnir forsætisráðherra formlega. Alþingi er æðsta stofnun Íslands.

Ísland á ekki aðild að ESB en tekur þátt í Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við EES-samninginn. Ísland er aðili að NATO.

Fiskur og aðrar sjávarafurðir eru mikilvægasta tekjulind Íslendinga. Næst á eftir kemur útflutningur á áli og járnblendi. Á síðari árum hefur mikill vöxtur verið í greinum á borð við líftækni, hugbúnað og ferðaþjónustu á Íslandi.


Hver fann Ísland

Ingólfur Arnarson var fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja þar skipulega og varanlega búsetu. [2]

Það er sjaldan talað um einhvern tiltekinn mann sem eigi að hafa fundið Ísland fyrstur. Ástæðan til þess er öðru fremur sú að erfitt er að nefna slíkan mann með góðum rökum. Við gerum ráð fyrir að Papar, það er að segja írskir munkar, hafi verið hér á undan norrænum mönnum og kannski hafa Norðurlandabúar frétt af landinu frá þeim. Auk þess er ekki lengra frá Færeyjum til Íslands en svo að menn hlutu að verða varir við land í norðvestri frá Færeyjum eftir að varanleg byggð hófst þar upp úr 800. Hins vegar bendir ekkert til þess að sá sem þannig fann Ísland fyrstur verði nokkurn tímann nafngreindur.

Seljalandsfoss2


Staðreynir um Ísland

Hvað er Ísland stórt

Hver fann Ísland

  1. Staðreyndir um Ísland
  2. Hver fann Ísland