Námsefni/Námsefni um hljóðfæraflokkana
Námsefni um hljóðfæraflokkana
Um námsefnið
Þetta námsefni er ætlað fyrir 9 til 11 ára nemendur í tónmenntakennslu í grunnskólum.
Markmiðið með þessu námsefni er að nemendur kynnist hljóðfæraflokkunum að eigin raun.
Ferli
- Í stórri sinfóníuhljómsveit er fjöldinn allur af hljóðfærum og skiptast þessi hljóðfæri í fjóra
hljóðfæraflokka, strengjahljóðfæri, málmblásturshljóðfæri, tréblásturshljóðfæri og ásláttarhljóðfæri.
Hér á myndinni fyrir neðan eru nokkur hljóðfæri og vandinn er sá að við þurfum að finna út hvaða hljóðfæraflokki
hvert þessara hljóðfæra tilheyrir.
Vefleiðangur
- Áður en lengra er haldið skulum þið bregða ykkur í vefleiðangur og kynna ykkur málið enn frekar.
Með því að smella hér komist þið inn á vefleiðangurinn.
Mat
- Þegar þið eruð búin að kynna ykkur hljóðfæraflokkana og þau hljóðfæri sem tilheyra þeim þá ættuð
þið að geta sagt til um hvaða hljóðfæraflokkum hljóðfærin á myndinni tilheyra.
Það gerið þið með því að smella hér og svara nokkrum spurningum.
Höfundur
Ívar Sigurbergsson. Höfundur kennir upplýsingatækni og tónmennt í Lindaskóla.
Hér er svo vefleiðangur sem ég vann fyrir kennara í Ölduselsskóla um Hvali og hvalveiðar