Fara í innihald

Námsefni/Hrós

Úr Wikibókunum
Hrós = Bros


HRÓS[breyta]

Þetta námsefni er ætlað kennurum og foreldrum til að kynna fyrir þeim mikilvægi þess að hrósa. Kennarar og foreldrar eru jú fyrirmyndir barnanna.


Hvað er mikilvægara fyrir börnin okkar að þau séu ánægð og sátt við sjálfan sig og hafi sterka, gegnheila og jákvæða sjálfsmynd. Þar kemur HRÓSIÐ inn í, ásamt því að sýna barninu ást og umhyggju og veita því öryggi. Eins og hrós er mikilvægt eru því miður allt of mörg börn með neikvæða sjálfsmynd, óörugg með sjálft sig og þekkja betur það sem þau eru légleg í en það sem þau eru góð í. Það er mikilvægt að hrósa börnum bæði fyrir það sem þau gera og einnig fyrir það hver þau eru. Oftast eru börnum hrósað fyrir það sem þau gera. Má nefna hversu vel þau leika sér og hversu dugleg þau eru að æfa sig á fiðluna o.s.frv. Það er því líka mikilvægt að muna eftir því að hrósa þeim fyrir hver þau eru t.d. hvað þau eru einlæg, jákvæð o.s.frv. Sem sagt hrósa þeim fyrir eiginleika þeirra.


Hrós er sú viðurkenning sem kemur utan frá. En því miður er það þannig að þau börn sem þurfa mest á hrósinu að halda, taka því illa. Því er mikilvægt að kenna þeim að hrósa hvort öðru og ekki síst sjálfu sér sem fyrst þannig að þetta verði hluti af daglegu lífi þá bæði í skóla og heima fyrir.Til umhugsunar

Það er sama hversu gömul við verðum, öll höfum við þörf fyrir að finna að verk okkar séu metin að verðleikum. Ein besta aðferðin til að mynda styrk tengsl við persónu er að sýna í verki að við kunnum að meta það sem hún gerir vel. Átt þú auðvelt með að hrósa öðrum?


Nokkur atriði sem gott að hafa í huga þegar við hrósum:

 • Vertu afslappaður og gefðu þér tíma.
 • Haltu augnsambandi á meðan hrósað er.
 • Ekki ofgera eða skjalla.
 • Vertu persónulegur og einlægur.


Leiðir til að taka hrósi

 • Brostu
 • Haltu augnsambandi
 • Hlustaðu án þess að grípa fram í
 • Leyfðu þér að gleðjast yfir hrósinu
 • Þakkaðu fyrir af einlægni og ákveðni


Til umhugsunar

Börn eru yfirleitt full af orku og baráttuþreki. Fái þau ekki næga athygli og hrós er líklegt að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að kalla á athygli foreldranna, ef ekki jákvæða, þá a.m.k. neikvæða.

Hrós hefur oft verið kallað "vítamín sálarinnar" eða H-vítamínið. Kosturinn við þetta vítamín er að það virkar strax bæði á þiggjanda og gefanda. H-vítamínið er orkugjafi sem knýr fram jákvæð mannleg samskipti.Verkefni[breyta]

 • Æfðu þig í að taka eftir því sem vel er gert í kringum þig. Þú munt fljótlega komast að því að flókið sem þú umgengst er stöðugt að gera eitthvað frábært og gagnlegt.
 • Skrifaðu niður í eina viku hversu oft þú hrósar og hversu oft þú færð hrós. Gerðu svo grein fyrir því á 1 - 2 bls.
 • Búðu til svona vítamínskrukku. Fáðu fólkið í kringum þig, mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda og vini til að skrifa eitthvað gott um þig eða ráðleggingu á miða og settu svo miðana í krukkuna. Svo ef þér líður einhverntíman illa eða ert eitthvað dapur/döpur þá dregur þú miða upp úr krukkunni og vonandi að það eigi eftir að láta þér líða betur.


Hverjum þætti ekki gaman að fá svona skilaboð til sín :)Höfundur er Hanna Skúladóttir