Námsefni/Þrír meginflokkar orða

Úr Wikibókunum

Höfundur Hulda Hauksdóttir

Inngangur[breyta]

Þessi lexía fjallar um þrjá meginflokka orða í íslensku máli en þeir eru

1. Fallorð 2. Sagnorð 3. Smáorð

Fallorð[breyta]

Greinir[breyta]

Greinir er í raun aðeins eitt orð; í karlkyni eintölur er það hinn, í kvenkyni eintölu hin og í hvorugkyni eintölu hið.

Dæmi um greini fyrir framan lýsingarorð:í karlkyni eintölur er það hann, í kvenkyni eintölu hún og í hvorugkyni eintölu það.

Nafnorð[breyta]

Nafnorð eru heiti á hlutum eða verknaði. Þau hafa kyn (kk., kvk., hk.) , tölu (et., ft.) og fall (nf. þf. þgf. ef.) og bæta yfirleitt við sig viðskeyttum greini, nema sérnöfn.

Lýsingarorð[breyta]

Lýsingarorð lýsir ástandi eða eiginleika hlutar og tengist venjulega öðru fallorði. Eitt aðaleinkenni lýsingarorð er stigbreyting: (frumstig-miðstig-efsta stig) gamall-eldri-elstur.

Töluorð[breyta]

Töluorð skiptast í frumtölur og raðtölur Frumtölur eru t.d. einn, tveir, þrír, o.s.fr. en raðtölur eru t.d. fyrsti, annar, þriðji, o.s.fr.


Fornöfn[breyta]

Flokkar fornafna eru: persónufornöfn, eignarfornöfn, afgtubeygð fornöfn, ábendingarfornöfn, spurnarfornöfn, og óákveðin fornöfn. Fornöfn beygjast i kynjum, tölum og föllum. Dæmi um fornöfn eru:

Persónufornöfn: ég, þú, hann/hún/það

Eignarfornöfn: minn, þinn, vor

Afturbeygð fornöfn: sinn, sín, sitt

Ábendingarfornöfn: sá, sú, það

Spurnarfornöfn: hvar, hvor, hvað

Óákveðin fornöfn: annar, fáeinir, enginn, neinn, ýmiss,báðir, séhver, hvorugur, sumur, allur, einn ,samur, nokkur,einhver


Tilvísunarfornöfn: sem, er

Sagnorð[breyta]

Sagnorð beygjast í tíðum, persónum tölum og háttum.

Eiginlegar tíðir eru tvær, nútíð og þátíð: Hann hlær (nt) / hann hló(þt).

Sagnorð fjalla um verknað og nafnháttur sagna finnst með því að setja að fyrir framan. Hann hlær/ hlæja.

Smáorð[breyta]

Til smáorða teljast orðs em hvorki fall- eða tíðbeygjast.

Verkefni og próf[breyta]