Fara í innihald

Minecraft í kennslu

Úr Wikibókunum

Höfundur er Sigurrós Ragnarsdóttir.

Þetta er wikibók um hvernig hægt er að notast við forritið Minecraft í kennslu og er markhópurinn nemendur í grunnskólum.

Hvað er Minecraft?

Minecraft tákn

Minecraft er tölvuleikur sem hægt er að spila í I-pad, Playstation og PC eða Mac. Þegar þessi wikibók er skrifuð hafa rúmlega 22,5 milljónir manna náð sér í forritið á PC/Mac. Leikurinn gengur út á það að brjóta og staðsetja blokkir/kubba. Leikurinn er í þrívídd og er hægt að spila hann í "survival mode" þar sem leikmaðurinn þarf að komast af, þ.e. byggja sér skýli, finna mat o.s.frv. einnig er hægt að spila hann í "creative mode" en þar eru möguleikarnir endalausir og er hægt að byggja nánast hvað sem er, hægt er að fljúga, kafa í vatni og elda mat svo eitthvað sé nefnt.

Af hverju Minecraft í kennslu?

Manic Digger 1
Manic Digger 1

Þegar Minecraft er notað í kennslu þá leyfir það nemandanum að skapa þann heim sem honum sýnist. Hægt er að nota leikinn/forritið til þess að æfa samskipti nemenda vegna þess að þegar nemendur spila leikinn þá þurfa þeir stundum að geta treyst á aðra til þess að komast af eða hjálpast að við hin ýmsu verk. Samvinna er stór þáttur í leiknum og það er gaman að sjá hvernig andrúmsloft kennslustofunnar verður þegar nemendur vinna saman. Að læra í gegnum leik er árangursríkt og flest grunnskólabörn vita hvað Minecraft er eða hafa spilað leikinn.


Eru skólar farnir að nota Minecraft sem kennslutæki?

Skólar víðs vegar um heiminn eru farnir að nota Minecraft í skólastofunni. Það voru kennarar í Finnlandi og í Bandaríkjunum sem byrjuðu á því að skoða leiðir hvernig hægt væri að virkja nemendur í námi með leiknum Minecraft, þetta var í kringum árið 2009

  1. tilvísun [[1]]

MinecraftEdu

Þeir skólar sem hafa notað Minecraft í kennslu hafa jafnvel farið þá leið að nota MinecraftEdu sem er sérsniðið fyrir skóla og aðeins selt til skóla og stofnanna. En MinecraftEdu gefur marga möguleika, hægt er að nota það til kennslu í sögu, stærðfræði og lestri og ritun svo eitthvað sé nefnt. Nú þegar hafa allir skóla í Norður Írlandi fengið aðgang að MinecraftEdu, ásamt fleiri löndum.

Er hægt að kenna nemendum forritun með þessum leik?


Heimildir

https://minecraft.net/

https://minecraftedu.com/

http://culturetech.co/minecraft/


Ítarefni