Minecraft
Höfundur Ólafía Ingvarsdóttir
Markhópur: Grunnskólakennarar
Þessi lexía fjallar um tölvuleikinn og leikheiminn Minecraft. Hvernig spila má leikinn og hverjir eiginleikar leiksins eru.
Minecraft
[breyta]Minecraft er bygginga- og ævintýraleikur. Leikinn er hægt að spila á netinu með öðrum sem og einn síns liðs. Leikurinn er búinn til af Mojang AB tölvuleikjahönnuðinum. Leikinn er hægt að spila í eins konar survival stillingu eða í creative stillingu og fer eftir því í hvorri stillingunni leikurinn er hverjir eiginleikar leiksins eru.
Survival stilling / Survival mode
[breyta]Í byrjun nýs leiks byrjar leikmaður með ekkert. Sögusvið leiksins spannar marga heim og getur leikmaður byrjað leik sinn í skógivöxnum ævintýraheimi, snjó eða frumskógi. Leikmaður þarf að finna leiðir til þess að lifa af með því að búa sér til vopn úr trjám og steinum, veiða sér til matar og passa sig á hættum sem leynast í ævintýra heiminum. Allir leikmenn geta geymt ákveðið mikið af hlutum á sér, en ef þeir vilja geyma fleiri hluti sem þeir finna þurfa þeir að útbúa sér til kistu eftir ákveðinni reglu. Leikmenn eru með ákveðið mikið líf og geta hlotið skaða með því að til dæmis að detta úr mikilli hæð, drukkna í vatni eða ef verur úr heiminum ráðast á hann. Markmiðið er að skoða heiminn, búa sér til heimili og byggja eins og maður vill.
Creative stilling/ Creative mode
[breyta]Ein af stillingum Minecraft leiksins er creative stilling. Þar fá leikmenn alla þá kubba sem leikurinn býður uppá og geta skapað að vild. Í creative stillingu hefur leikmaður endalaust líf og engar verur til þess að kljást við, þær láta leikmenn vera. Hægt er að hoppa eins hátt og maður vill til þess að byggja ofar. Leikmaður getur í raun og veru flogið.
Leiðir til kennslu með Minecraft
[breyta]Hægt er að nota Minecraft í kennslu á margvíslegan hátt. Hægt er að hala niður margs konar borðum í gegnum internetið og nemendur geta gengið í gegnum fræg tímabil í mannkynssögunni. Nemendur geta einnig unnið saman í gerð bygginga eða heima og þjálfan þannig samvinnu og hópavinnuaðferðir. Minecraft getur einnig verið góð viðbót við söguskrif. Þar sem nemendur geta búið til heiminn sem að sagan þeirra gerist í og endurleikið söguna þar. Minecraft getur aðstoðað nemendur að leysa margs konar stærðfræðidæmi, rúmfræði sem dæmi.
Heimildir og ítarefni
[breyta]Krossapróf
[breyta]