Fara í innihald

Mexíkósk kjúllasúpa frá Sölvabakka

Úr Wikibókunum
Kjúklíngasúpa
Kjúklíngasúpa

Skref 1 4 kjúklingabringur skornar í bita og snöggsteiktar með salti og pipar, geymt á meðan súpan er löguð.

Skref 2

1 púrrulaukur
2 gular paprikur
2 rauðar paprikur / eða 1 rauð og 1 appelsínugul
5 hvítlauksrif-smátt söxuð
4 gulrætur
1 msk olía
Þetta er brytjað frekar gróft og sett í pott og látið krauma í nokkrar mínútur.

Skref 3

1,5 l vatn
4 dl mjólk
400 gr rjómaostur
3 stk svínakraftsteningar
2 stk kjúklingakraftsteningar
1/4 l matreiðslurjómi
2 tsk karrý
2 tsk paprikuduft
1 dós nýrnabaunir (má sleppa!)
1 dós niðursoðnir tómatar í bitum
svartur pipar eftir smekk
chilipiparduft eftir smekk
1 flaska chilitómatsósa (gott að nota þessa í glerflöskunum frá Heinz) sett út í súpuna síðast eftir að allur rjómaosturinn er bráðnaður

Látið sjóða í um 50 mínútur og þá er kjúklingnum bætt í og látið krauma í ca. 10-15 mínútur. Athugið að þennan súpugrunn má gjarnan nota í fiski- og sjávarréttasúpur, jafnvel gúllassúpu (naut, ær, folald). Berið fram með sýrðum rjóma, tortillaflögum (chili, osta eða venjulegum) og rifnum osti. Einnig gott að hafa nýbakað brauð með.