Fara í innihald

Matreiðslubók/Stína fína

Úr Wikibókunum

Stína fína er svakalega flottur eftirréttur og dugar fyrir 4. Marenstertubotn 2.bananar 1 box jarðaber 1 box bláber 2 kívi(má sleppa) 2 perur 150 gr rjómasúkkulaði hreint 1/2 peli rjómi 150 gr rjómasúkkulaði Aðferð. Myljið marenstertubotninn smátt. skerið ávextina. Saxið 150 gr súkkulaði. Blandið í skál öllum ávöxtunum og setjið í form með marensnum. Þeytið rjómann og setjið í formið og blandið varlega saman. Setjið súkkulaðið samanvið. Setjið 150 gr súkkulaði í skál og bræðið yfir vatnsbaði og hellið yfir formið í fallegt ójafnt munstur. Berið fram og njótið.