Fara í innihald

Matreiðslubók/Spænsk eggjakaka

Úr Wikibókunum
  1. Kartöflur
  2. 4 egg
  3. 1 dl mjólk
  4. olía
  5. 1 tsk.salt
  6. Hellið olíu á pönnu og hitið á miðlungshita. Skerið niður kartöflurnar í frekar þunnar sneiðar og brúnið í olíunni. Hafið það mikið af olíu að hún fljóti yfir kartöflurnar. Hitið kartöflurnar í olíunni þar til þær verða gulbrúnar. Brjótið eggin í skál og þeytið saman. Setjið saltið út í og mjólkina. Áður en þið setjið eggjahræruna út á kartöflurnar skuluð þið hella mestu olíunni af pönnunni. Hitið við vægan hita þar til eggin eru bökuð. Gott er að bera fram með niðurskornum tómötum í olíulegi og strá yfir þá oregano eða timjan.