Fara í innihald

Matreiðslubók/Smjördeigssnúðar með áleggi

Úr Wikibókunum

Smjördeigssnúðar með áleggi

  • 1 pakki smjördeig
  • 1 egg
  • 10-15 pepperonisneiðar eða 75-100 g skinka; skorið smátt
  • 1-200 g rifinn ostur

Aðferð

[breyta]

Smjördeiginu leyft að þiðna og flatt út í rétthyrning um 20 cm á breidd. Ein breiðari hliðin pensluð með egginu. Álegginu dreift á deigið (ekki penslunina), það vafið í smjörpappír og kælt í 2-3 tíma. Ofn hitaður í 200 gráður C og deigið skorið í 1 cm þykkar sneiðar. Penslað að ofan með eggi og bakað í ~15 mín eða þar til þeir eru orðnir gylltir að ofan.