Fara í innihald

Matreiðslubók/Saltkjöt og baunir

Úr Wikibókunum
Saltkjöt og baunir.

Hráefni

[breyta]

Uppskrift fyrir fjóra.

250 gröm gular hálfbaunir
2 líter vatn
1 laukur, saxaður
2 teskeið timjan, þurrkað
1,2 kíló saltkjöt
500 gröm gulrófur
500 gröm kartöflur
250 gröm gulrætur
gulræturnar eru afhýddar og skornar í bita

Matreiðsla

[breyta]

Oftast eru baunirnar lagðar í bleyti í sólarhring fyrir suðu en sumum finnst það óþarfi og segja að það breyti engu um bragð eða gæði.

(Eins og allir matgæðingar vita þá verða baunirnar að ná því að verða alveg mauksoðnar og það mega alls ekki finnast of lítið soðnar baunir í súpunni. Eins og segir hér fyrir ofan þá er það

venja flestra að leggja baunirnar í vatnsbað í sólarhring fyrir suðu. Það tryggir mýkt baunanna við suðu og ólíklegt er að ein og ein hörð undir tönn finnist í súpunni.

En hvað skal gera ef gleymist að bleyta í baununum dagin fyrir t.d. Sprengidag?? Er þá ekki dagurinn ónýtur?? Nei, þetta verður allt í þessu fína. Sjóðið baunirnar eins og segir í þessari

uppskrift en svo kemur lausnin á gleymskunni um að vatnsbleyta baunirnar eins og þær skyldu vera ef rétt er haldið á spöðunum. Og lausnin er einföld. Á flestum heimilum er til svokallaður

töfrasproti sem ætlaður er í maukun á ýmsum mat. Eftir að bauninar hafa soðið í c.a. 30 mínútur er sprotinn notaður í baunamassann í pottinum og áður en nokkur veit eru baunirnar orðnar

að þykkum massa sem engin hörð baun leynist í. Núna síðustu árin hefur töfrasprotinn verið notaður í baunirnar og jafnvel þó baurninar hafi verið lagðar í vatnsbað. Þessi aðferð tryggir

að baunasúpan/massinn verður algjörlega kekkjalaus. Hugsanlega væri líka hægt að nota rafmagnshandþeytara í stað sprotans en muna þarf þá að taka laukinn úr pottinum rétt á

meðan baunirnar eru þeyttar. EÞK2018-8)

Baunirnar eru soðnar með lauknum og timjan upp að suðu og látið malla í um 45 mínútur. Margir setja þá aðeins eina tvo bita út í súpuna en sjóða hina í sér potti meðan aðrir setja allt kjötið út í á þessum tíma. Látið sjóða í hálftíma og gott er að fylgjast vel með baununum á meðan suðu stendur og bæta við vatni eftir þörfum og hræra í. Þá er grænmetið sett út í og soðið uns allt er orðið vel meyrt en það er oftast um 20 til 30 mínútur sem það tekur. Svo er að smakka og salt eða pipra eftir smekk.

Baunirnar settar í pott með vatni, timjan og lauk og hitað að suðu. Látið malla undir loki í um 45 mínútur. Þá eru einn eða tveir kjötbitar settir út í en hinir soðnir sér í potti. Látið sjóða áfram í um hálftíma. Þegar líður á suðutímann er rétt að líta á baunirnar öðru hverju, hræra og athuga hvort bæta þarf við vatni. Grænmetið sett út í og soðið í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til allt er meyrt. Smakkað og e.t.v. kryddað með pipar og salti.

Athuga þarf að ef allt kjötið er soðið í súpunni verður hún saltari og þarf yfirleitt pipar til mótvægis. Sumir aftur á móti sjóða allt kjötið sér og setja það bara út í seinast eða bera það fram sér en þá þarf að huga að því að salta súpuna sérstaklega.

Wikipedia hefur upp á að bjóða efni tengt: