Matreiðslubók/Saltkjöt og baunir

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search
Saltkjöt og baunir.

Hráefni[breyta]

Uppskrift fyrir fjóra.

250 gröm gular hálfbaunir
2 líter vatn
1 laukur, saxaður
2 teskeið timjan, þurrkað
1,2 kíló saltkjöt
500 gröm gulrófur
500 gröm kartöflur
250 gröm gulrætur
gulræturnar eru afhýddar og skornar í bita

Matreiðsla[breyta]

Oftast eru baunirnar lagðar í bleyti í sólarhring fyrir suðu en sumum finnst það óþarfi og segja að það breyti engu um bragð eða gæði.

Baunirnar eru soðnar með lauknum og timjan upp að suðu og látið malla í um 45 mínútur. Margir setja þá aðeins eina tvo bita út í súpuna en sjóða hina í sér potti meðan aðrir setja allt kjötið út í á þessum tíma. Látið sjóða í hálftíma og gott er að fylgjast vel með baununum á meðan suðu stendur og bæta við vatni eftir þörfum og hræra í. Þá er grænmetið sett út í og soðið uns allt er orðið vel meyrt en það er oftast um 20 til 30 mínútur sem það tekur. Svo er að smakka og salt eða pipra eftir smekk.

Baunirnar settar í pott með vatni, timjan og lauk og hitað að suðu. Látið malla undir loki í um 45 mínútur. Þá eru einn eða tveir kjötbitar settir út í en hinir soðnir sér í potti. Látið sjóða áfram í um hálftíma. Þegar líður á suðutímann er rétt að líta á baunirnar öðru hverju, hræra og athuga hvort bæta þarf við vatni. Grænmetið sett út í og soðið í 20-30 mínútur í viðbót, eða þar til allt er meyrt. Smakkað og e.t.v. kryddað með pipar og salti.

Athuga þarf að ef allt kjötið er soðið í súpunni verður hún saltari og þarf yfirleitt pipar til mótvægis. Sumir aftur á móti sjóða allt kjötið sér og setja það bara út í seinast eða bera það fram sér en þá þarf að huga að því að salta súpuna sérstaklega.

Wikipedia hefur upp á að bjóða efni tengt: