Matreiðslubók/Súkkulaðikaka með banönum
Útlit
Súkkalaðikaka með banönum er fínn eftirréttur; mjúk og bragðgóð.
- 150 g púðursykur
- 150 g smjör
- 150 g súkkulaði, dökkt
- 3 egg
- 2 bananar, vel þroskaðir, stappaðir
- 200 g hveiti
- 2 tsk lyftiduft
Aðferð
[breyta]Ofninn hitaður í 150 gráður C. Púðursykur, smjör og súkkulaði sett í pott og hitað rólega þar til allt er bráðið og samlagað; hrært oft á meðan. Tekið af hitanum og eggjum og bananamauki hrært saman við og síðan hveiti og lyftidufti. Sett í smurt og pappírsklætt jólakökuform, fremur lítið, og bakað í um 1 klst. eða þar til kakan er orðin svampkennd. Látin kólna ögn í forminu og síðan hvolft á grind.