Matreiðslubók/Súkkulaðibitakaka
Útlit
Súkkulaðibitakaka er sætur eftirréttur og hentar við flest tilefni.
- 150 g smjör
- 150 g sykur
- 3 egg
- 1 tsk vanilluessens
- 250 g hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 100 g súkkulaðibitar (dropar)
Aðferð
[breyta]Ofninn hitaður í 180°C. Smjör og sykur hrært ljóst og létt og síðan er eggjunum þeytt saman við, einu í senn, ásamt vanilluessens. Hveiti og lyftiduft sigtað saman við og hrært og síðan er súkkulaðinu blandað saman við með sleikju. Sett í smurt jólakökuform og bakað í um hálftíma en þá er hitinn lækkaður í 150°C og bakað í hálftíma í viðbót eða þar til ekkert sest á prjón. Kakan látin kólna í forminu.