Matreiðslubók/Rúllubrauð með fyllingu

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Fara í flakk Fara í leit

Rúllubrauð með fyllingu er einfalt að baka og hægt að nota nokkurnvegin hvaða fyllingu sem er. Meðal annars má gera úr því ólífubrauð og hvítlauksbrauð.

Brauð[breyta]

Innihald[breyta]

  • 3 tsk. þurrger
  • 3 dl. volgt vatn
  • 1/4 dl. olía
  • 1 tsk. salt
  • u.þ.b. 3 1/2 bolli hveiti

Aðferð[breyta]

  1. Þurrgeri blandað saman við vatn og olíu.
  2. Salti bætt við.
  3. Hveiti sett út í og hrært vel saman við á meðan.
  4. Látið lyftast á heitum stað, svo sem vaski fullum af heitu vatni.
  5. Þegar það er búið að lyftast er það hnoðað og flatt út í ílangann rétthyrning.

Fylling[breyta]

Fyllingin getur, eins og áður sagði, verið margskonar, hér eru tvö dæmi:

Ólífubrauð[breyta]

  • 2 dl. ostur
  • 15 ólífur

Brauð með sólþurrkuðum tómötum[breyta]

  • 2 dl. ostur
  • 10 sólþurrkaðir tómatar
  • 8 ólífur
  • Hvítlaukssalt
  • Basilíka

Aðferð[breyta]

  1. Því sem á að vera í fyllingu dreift jafnt yfir útflatt brauðið.
  2. Öllu saman rúllað upp.
  3. Látið lyftast á heitum stað aftur (eða látið í kaldan ofn meðan ofninn er að hitast).
  4. Látið bakast í miðjum ofni við 180°C í um það bil 30 mínútur.