Fara í innihald

Matreiðslubók/Rúllubrauð með fyllingu

Úr Wikibókunum

Rúllubrauð með fyllingu er einfalt að baka og hægt að nota nokkurnvegin hvaða fyllingu sem er. Meðal annars má gera úr því ólífubrauð og hvítlauksbrauð.

Brauð[breyta]

Innihald[breyta]

 • 3 tsk. þurrger
 • 3 dl. volgt vatn
 • 1/4 dl. olía
 • 1 tsk. salt
 • u.þ.b. 3 1/2 bolli hveiti

Aðferð[breyta]

 1. Þurrgeri blandað saman við vatn og olíu.
 2. Salti bætt við.
 3. Hveiti sett út í og hrært vel saman við á meðan.
 4. Látið lyftast á heitum stað, svo sem vaski fullum af heitu vatni.
 5. Þegar það er búið að lyftast er það hnoðað og flatt út í ílangann rétthyrning.

Fylling[breyta]

Fyllingin getur, eins og áður sagði, verið margskonar, hér eru tvö dæmi:

Ólífubrauð[breyta]

 • 2 dl. ostur
 • 15 ólífur

Brauð með sólþurrkuðum tómötum[breyta]

 • 2 dl. ostur
 • 10 sólþurrkaðir tómatar
 • 8 ólífur
 • Hvítlaukssalt
 • Basilíka

Aðferð[breyta]

 1. Því sem á að vera í fyllingu dreift jafnt yfir útflatt brauðið.
 2. Öllu saman rúllað upp.
 3. Látið lyftast á heitum stað aftur (eða látið í kaldan ofn meðan ofninn er að hitast).
 4. Látið bakast í miðjum ofni við 180°C í um það bil 30 mínútur.