Matreiðslubók/Pestófiskur

Úr Wikibókunum

Pestófiskur[breyta]

  • 500 g þorskflök
  • 1 bolli rifið brauð
  • ½ bollli grænar ólífur
  • 2 msk rautt pestó
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1 hvítlauksrif
  • ½ rauðlaukur
  • Þorskflökin sett í botninn á eldföstu móti. Hvítlaukur og rauðlaukur saxaður gróft og sett í blandara með öllu hráefninu. Blandan sett yfir þorskinn. Fatið sett í ofn 20 mín. 180°C. Má setja ost yfir ef vill. Verði ykkur að góðu