Matreiðslubók/Paella (spænska pæja)
Paella
Hráefni (fyrir 6): 1 laukur 3 hvítlauksrif 1 rauð paprika 1 græn paprika 2-3 msk. ólífuolía 4-6 kjúklingabringur 3 dl. hrísgrjón 5-10 þræðir saffran krydd (1/2 tsk.) 6 dl. kjúklingasoð salt pipar (ný malaður) 1/2 sítróna (safi) 100 gr. grænar baunir (frosnar) 500 gr. rækjur/humar 150 gr. kræklingur
Saxið laukinn, paprikurnar og merjið hvítlauksrifin. Skerið bringurnar í 3 bita hverja og brúnið á pönnu upp úr olíunni. Bætið síðan lauk og papriku út á og mýkið. Hellið síðan grjónunum yfir og síðan kjúklingasoðinu. Kryddið með saffran, sítrónu, salti og pipar. Setjið lok yfir og látið malla við vægan hita í 20 mínútur án þess að lyfta lokinu. Að lokum bætið ofan á baunum, rækjum/humri (má vera búið að sjóða humarinn í 1 mínútu) og krækling, hitið áfram í 5 mínútur. Gott er að hafa allt tilbúið við höndina þegar steiking hefst. Berið fram með brauði og sítrónusneiðum.