Matreiðslubók/Marmarakaka

Úr Wikibókunum

Marmarakaka er klassísk en góð og er einkar auðvelt að baka hana í amstri dagsins.

Innihald[breyta]

  • 500 gr. hveiti
  • 300 gr. smjörlíki
  • 5 dl (400 gr.) sykur
  • 5 egg
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 dl. mjólk
  • Kakó
  • Vanilludropar

Aðferð[breyta]

  1. Egg og sykur þeytt fyrst.
  2. Öllu öðru bætt í nema kakóinu.
  3. 1/3 hluti tekinn úr og sett smá kakó í þann hluta.
  4. Stærri hlutinn settur í form og gerður skurður í mitt deigið endilangt. Kakódeiginum hellt þar ofan í og falið með smá ljósu deigi.
  5. Bakað við 180°C í ca. 60 mínútur.