Matreiðslubók/Makkarónu-Pönnu-Pizza
Útlit
Fyrir hvern er fæðan?
[breyta]Það þykja öllum flatbökur góðar en okkur er því miður ekki öllum það endilega til lista lagt að útbúa eina slíka með hefðbundna móti. Hér er á ferðinni réttur sem að er hvort tveggja í senn skemmtileg tilbreyting fyrir ástríðukokkinn og sem að getur ekki klikkað fyrir hvern þann sem stígur sín fyrstu skref í eldhúsinu. Þá er það ekki verra fyrir svanga að herlegheitin geta verið tilbúin á disk innan við klukkustund frá því eldamennska hefst.
Hráefni
[breyta]- Hálft kg. af nautahakki
- Ein dós af Hunts Italian spagettísósu
- Þrír bollar af þurrum makkarónum
- Tveir bollar af vel rifnum Mozzarella osti
- Tólf saxaðar pepperónísneiðar
- Tveir og hálfur bolli af vatni
- Grænmeti, svo sem laukur eða paprika, eftir smekk
Undirbúningur
[breyta]- Steikið nautahakkið á pönnu við miðlungshátt/hátt hitastig (7 af 10) uns það er ekki lengur bleikt.
- Bætið vatninu og spagettísósunni út á pönnuna og bíðið þar til suðan kemur upp.
- Hrærið makkarónunum rólega út í sósuna, lækkið hita niður í miðlungshátt (5 af 10).
- Sjóðið í um 10-12 mínútur eða þar til makkarónur eru farnar ekki lengur harðar undir tönn.
- Bætið við helmingi af osti og pepperóníi, afganginn ofan á bökuna.
- Leyfið að kólna í 5 mínútur.
- Njótið.
Athugasemdir
[breyta]Uppskriftin er fengin frá Hunts og má finna á dósum af ítalskri spagettísósu þeirra.