Fara í innihald

Matreiðslubók/Lasagna

Úr Wikibókunum

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lasagna.

300 gröm Lasagnaplötur 250 gröm nautahakk 2 laukar 2 gulrætur ½ kúrbítur 1 dós tómatmauk 1 dós hakkaðir tómatar 3 hvítlauksgeirar 2 teskeiðar oregano ½ teskeið kryddmæra ½ teskeið basílikum Salt Pipar Bechamelsósa: 6 desilítrar léttmjólk 3 matskeiðar hveiti 1 ½ matskeið vatn Salt Múskathneta 50 gröm rifinn ostur Evt. 1 matskeið rifinn parmesanostur

Aðferð fyrir Lasagna:

Skolið lauk, gulrætur og kúrbít og skerið í bita. Steikið kjötið í potti. Bætið grænmetinu í og steikið með kjötinu í nokkrar mínútur. Bætið tómatmaukinu, hökkuðu tómötunum og kryddinu við. Látið malla í cirka 15 mínútur. Búið til bechamelsósuna á meðan. Hellið mjólkinni í pott og látið suðuna koma upp, hrærið hveitinu í kalt vatn, þangað til allir kekkir eru horfnir og blandið svo saman við mjólkina, hrærið vel. Lækkið undir sósunni og bætið osti útí, hrærið vel og kryddið með salti, pipar og múskathnetu. Hægt er að bæta smá parmasanosti í til að fá sterkara ostabragð. Smyrjið eldfast mót, hellið kjötsósu, bechamelsósu og leggjið lasagnaplötur til skiftis. Hellið að lokum kjötsósu og bechamelsósu efst og stráið osti yfir. Hitið í ofni við 200 gráður í 30 mínútur.

þessari uppskrift að Lasagna er bætt við af Sylvíu Rós þann 06.07.07