Fara í innihald

Matreiðslubók/Krydduð grænmetissúpa

Úr Wikibókunum

Krydduð grænmetissúpa fyrir fjóra.

1/2 púrrulaukur 3 hvitlauksrif 2 msk rifinn engifer 4 stórar gulrætur 1 græn paprika 1 rauð paprika 1/2 hvítlaukshaus Brytjið grænmetið og steikið á pönnu. Kryddið með 2 msk af karrý, 2 tsk af ítalskri hvítlauksblöndu , salti og pipar. Látið krauma smá stund. Setjið grænmetið í pott og bætið við 1. líter af vatni og tveimur grænmetisteningum. Látið sjóða í hálftíma og bætið við í lokin ferskum kryddjurtum eins og t.d. koríander.

Berið fram með góðu brauði og osti.