Matreiðslubók/Kryddbrauð

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Fara í flakk Fara í leit

Kryddbrauð er hversdagslegt en gott brauð.

  • 2 dl hveiti
  • 2 dl haframjöl
  • 1 dl sykur
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. kanill
  • ½ tsk. kardimommur
  • ½ tsk. negull
  • ½ tsk. engifer
  • 2 dl mjólk

Aðferð[breyta]

Þurrefnunum er blandað saman með sleif og svo er mjólkinni bætt út í. Hrært vel með sleif. Jólakökuform smurt með smjörlíki eða olíu og deigið sett í það. Brauðið er bakað í 20-25 mín. við 200°C. Borið fram með smjöri.