Matreiðslubók/Kjúklingur í rjómaostasveppahvítlaukssósu með sólþurrkuðum tómötum
Hráefni
[breyta]- 3-4 kjúklingabringur
- 1 laukur
- 1 bakki af sveppum
- 1 krukka sólþurrkaðir tómatar (notaðir eftir smekk)
- 2-4 hvítlauksgeirar, eftir smekk
- 1 ferna matreiðslurjómi
- Rjómaostur, t.d. með kryddblöndu eða svörtum pipar. Sirka hálf dolla af hvorum.
- Ólívuolía til steikingar
- Salt og pipar
Aðferð
[breyta]Laukurinn saxaður frekar smátt og látinn brúnast létt á pönnunni. Sveppirnir skornir í sneiðar og bætt út á pönnuna. Nokkrir sólþurrkaðir tómatar (6 eða fleiri) skornir smátt og steiktir með. Gott að steikja allt saman uppúr olíunni af tómötunum. Blandið vel saman undir lokin. Þetta er síðan tekið frá til að gera pláss fyrir kjúklinginn.
Kjúklingurinn skorinn í þægilega bita, sem steiktir eru uppúr olíu. Ágætt að krydda kjúklinginn með salti og pipar eftir smekk, jafnvel sítrónupipar ef vill. Þegar kjúklingurinn er steiktur í gegn er grænmetinu bætt aftur á pönnuna. Hellið matreiðslurjómanum yfir hægt og rólega. Því meiri rjómi, því meiri sósa. Merjið hvítlaukinn og hrærið útí. Að lokum er rjómaostinum hrært útí þannig að hann bráðni algjörlega saman við sósuna. Sumir vilja láta réttinn malla eftir þetta í dágóða stund, en það er í raun smekksatriði.
Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati. Einnig gott að hafa hvítlauksbrauð með.
Athugið að þessi réttur er jafnvel betri daginn eftir, þegar bragðið hefur sest almennilega í kjötið. Svo er bara að prufa sig áfram með hlutföll tómata, rjóma, osts og hvítlauks.