Fara í innihald

Matreiðslubók/Kjúklinga "tagine" með döðlum og hunangi

Úr Wikibókunum

Kjúklinga "tagine" með döðlum og hunangi

[breyta]

1 kg. kjúklingalæri eða kjúklingabringa

2 msk. ólífuolía

2 miðlungs laukar, niðurskornir

4 hvítlauksgeirar, maukaðir

1 tsk. cumminfræ

1 tsk. malað kóríander

1 tsk. malað engifer

1 tsk. malað turmerik

1 tsk. malaður kanill

1/2 tsk. chilli duft

1/4 tsk. malað múskat

1 1/2 bolli (375ml) kjúklingasoð

1 bolli (250ml) vatn

1/2 bolli (85g) döðlur, skornar til helminga

1/4 bolli (60ml) hunang

1/2 bolli (80g) afhýddar möndlur, ristaðar

1 msk. ferskt kóríander


Aðferð

[breyta]

1. Skerðu kjúklinginn niður í ca. 3 cm bita. Hitaðu 1 msk. af olíu á pönnu, steiktu kjúklinginn í hæfilegum skömmtum þar til hann er fullsteiktur.

2. Hitaðu restina af olíunni á pönnunni, bættu við lauk, hvítlauk og kryddi og steiktu þar til laukurinn er orðinn mjúkur.

3. Settu kjúklinginn aftur á pönnuna ásamt soði og vatni og láttu sjóða við lágan hita, með loki, í um klukkustund.

4. Taktu lokið af, láttu malla í um 30 mínútur eða þar til soð hefur þykknað og kjúklingurinn er mjúkur. Bættu við döðlum, hunangi og möndlum; að lokum skaltu setja ferskt kóríander yfir þegar réttur er borinn fram.


Uppskrift fengin úr: Mary Coleman, ritstj. (2001). CookingClass: Middle Eastern. Sidney: The Australian's Womens Weekly Cookbooks.