Matreiðslubók/Kjúklinga-saltimbocca

Úr Wikibókunum

Kjúklinga- saltimbocca með kartöflumús[breyta]

fyrir 4

  • 4 kjúklingabringur
  • handfylli af ferskri salvíu
  • 8 hráskinkusneiðar
  • Olía til steikingar
  • 1 msk smjör
  • 1 ½ kjúklingakraftskubbur
  • 600 ml hvítvín
  • Salt og pipar
  • Hitið ofninn í 180 C. Fletjið bringurnar með kökukefli og skerið hverja bringu í tvo hluta. Raðið salvíulaufum ofan á og vefjið hverjum hluta inn í hráskinkusneið. Hitið olíu á pönnu og snöggsteikið bringurnar í mínútu á hvorri hlið og leggið á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið í ofninu í 20 mínútur.

Bræðið smjörið á pönnunni og steikið afganginn af salvíulaufunum út í ásamt kjúklingakraftinum. Hellið hvítvíninu út á og látið sjóða örstutta stund, lækkið þá hitann og látið malla þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Kryddið með salti og pipar