Fara í innihald

Matreiðslubók/Kartöflugratin

Úr Wikibókunum

Kartöflugratin

 1. 800 g kartöflur
 2. 1 dl mjólk
 3. 1 dl rjómi
 4. 100 g rifinn ostur
 5. 1 tsk laukduft
 6. 1 tsk salt
 7. 1 tsk nýmalaður svartur pipar


Matreiðsla

 1. Kartöflur skrældar og skornar í þunnar skífur og raðað í eldfast form.
 2. Blandið saman rjóma og mjólk og setjið kryddið út í.
 3. Setjið síðan ostinn út í rjómablandið og hellið yfir kartöflurnar.
 4. Bakið í 50-60 mín. við 200 C°

Uppskrift: http://www2.uppskriftir.is Anna Gunnarsdóttir