Matreiðslubók/Kakósúpa
Útlit
Kakósúpa er súpa eða grautur sem er hægt að nota sem aðalrétt eða eftirmat.
- 3 msk kakó
- 3 msk sykur
- 0,5 tsk kanill (má sleppa)
- 400 ml vatn
- 800 ml mjólk
- 1 msk kartöflumjöl
- salt
Aðferð
[breyta]Kakó, sykur og mest allt vatnið sett í pott og hrært þar til kominn er sléttur jafningur. Hitað að suðu og soðið við hægan hita í 5 mín. Þá er mjólkinni hellt út í, súpan hituð að suðu og látin malla í 2-3 mín. Kartöflumjölið hrært út í vatninu sem eftir er, potturinn tekinn af hitanum og súpan jöfnuð og söltuð ögn. Borið fram með tvíbökum eða kringlum. Til hátíðabrigða er hægt að nota rjóma út á.