Fara í innihald

Matreiðslubók/Humarsúpa að hættiDúxins

Úr Wikibókunum

Humarsúpa með karrý

[breyta]
  • 12 stk. humarhalar í skel
  • Krabbaklær (eingöngu notaðar í soðið)
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 - 3 msk olía
  • 5 sveppir
  • 2 msk tómatþykkni
  • 1 tsk paprikuduft
  • ½ tsk karrý
  • 2 msk koníak (má sleppa)
  • 1 dl hvítvín
  • Ceynna pipar á hnífsoddi
  • 1½ l vatn
  • 3 tsk. humarkraftur (knorr)
  • 1 tsk. kjötkraftur
  • Smjörbolla (50 gr smjör og 50 gr hveiti)
  • 1 dl rjómi


Aðferð: Kljúfið humarhalana, fjarlægið görnina og takið fiskinn úr skelinni. Myljið skelina og setjið í pott ásamt krabbaklóm, ef til eru, og steikið í olíu í 3 mín. við vægan hita. Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið niður ásamt sveppum. Bætið lauk, sveppum, tómatþykkni, paprikudufti, karrýi og hvítlauk út í og steikið áfram í 1 - 2 mín. Setjið hvítvín (koníak), vatn, humar- og kjötkraft út í og sjóðið áfram í 30 - 45 mín. Sigtið soðið og þykkið síðan með smjörbollu. Hellið rjóma út í og hrærið í pottinum. Ef humarhalarnir eru stórir kljúfið þá og hafið á þykkt við grannan kvenmannsfingur. Humrinum bætt út í rétt áður en súpan er borin fram. Gott er að þeyta rjóma með þessu og blanda í hann dassi af koníaki.