Fara í innihald

Matreiðslubók/Gulrótarbuff

Úr Wikibókunum

Gulrótarbuff með ísbergssalati

[breyta]
  • Hráefni:
  1. Um 2-2 1/2 dl af gulrótum (soðnum)
  2. Rúm matskeið af olíu (helst ólífuolía)
  3. 3 dl af soðnum kartöflur
  4. Um 3-5 msk af parmesan osti (helst nýrifinn)
  5. 2-3 msk af raspi (má líka setja hálfa brauðsneið að auki)
  6. Kryddað eftir smekk, helst Italian Seasoning, jurtasalt og pipar
  7. Örlítið af blaðlauk (2-3 skífur)
  8. 1 tsk sesamfræ
  9. 1 tsk hörfræ
  10. Heilhveiti
  • Framkvæmd:
  1. Setjið allt hráefnið, nema hveiti í matvinnsluvél (blandið saman á hægum hraða)
  2. Mótið buff úr hráefninu (bætið raspi ef allt er of blautt)
  3. Veltið buffunum róleg uppúr hveiti
  4. Brúnið buffin á pönnu. Varist að brenna hráefnið
  5. Borið fram með t.d. kúskús, hýðishrísgrjónum, ísbergssalati(með AB dressing) og mango chutney
  • Njótið vel!