Fara í innihald

Matreiðslubók/Fylltar kjúklingabringur

Úr Wikibókunum

Fylltar kjúklingabringur

6 Kjúklingabringur 150 gr kalt smjör 3 egg brauðrasp 15 gr kóríander 9 gr hvítlaukur (ca. 3 rif) olía til djúpsteikingar

Skinnið hreinsað af kjúklingabringunum, skornir vasar í þær. Blandið saman smjöri, kóríander og hvítlauk og fyllið í vasana. Eggin hrærð saman og brauðraspið sett á bakka. Veltið bringunum upp úr eggjunum og raspinu, djúpsteikið síðan bringurnar í 180°C heitri olíu. Setjið síðan bringurnar í 180°C heitan ofn og steikið þar til þær eru tilbúnar eða kjarnhiti hefur náð 75°C