Matreiðslubók/Falafel

Úr Wikibókunum

Falafel 500 gr. Kjúklingabaunir (lagðar í bleyti í 12 stundir). 1 laukur 4 hvítlauksrif 1 matskeið cummin 1 matskeið Arabískar nætur 2 búnt steinselja Salt eftir smekk 2 matskeiðar matarsódi Kjúklingabaunirnar eru hakkaðar x2 í hakkavél. Allt hráefnið látið fara í gegnum hakkavélina. Kryddi og matarsóda bætt út í og hnoðað saman þar til orðið mátulega fast í sér. Sett í plastpoka og látið bíða í 20 mínútur. Athugið að ef ætlunin er að geyma deigið og steikja seinna er matarsódinn ekki settur út í fyrr en rétt fyrir steikingu. Þegar deigið er tilbúið eru búnir til úr því litlir klattar og þeir djúpsteiktir á pönnu. Borði fram með góðu brauði og sósu eftir smekk.