Matreiðslubók/Biximatur
Útlit
Biximatur er danskur réttur. Hann er fljóteldaður og er auðvelt að breyta uppskriftinni til tilbreytinga. Í hann er t.d. hægt að nota afganga eða það sem er til í ísskápnum.
- 3 msk smjör eða smjörlíki
- 2 saxaðir laukar
- 350-500 g kjöt, soðið eða steikt, skorið í bita
- 4-600 g kartöflur, soðnar afhýddar og skornar í bita
- salt og pipar
- 4 egg
Aðferð
[breyta]2 msk af smjöri brætt á pönnu og laukurinn brúnaður við meðalhita. Kjötið sett á pönnuna og steikt þar til það hefur brúnast; hrætt oft á meðan. Kartöflunum bætt á pönnuna ásamt pipar og salti, hrært og steikt þar til kartöflurnar eru heitar í gegn. Eggin steikt á annarri pönnu í afganginum af smjörinu og sett ofan á biximatinn. Borið fram með t.d. súrsuðum gúrkum.