Fara í innihald

Matreiðslubók/Beikon- og bananarúllur

Úr Wikibókunum

Beikon- og bananarúllur eru hentugar sem smáréttir eða sem eftirréttur.

  • 4 bananar
  • 300 g beikonsneiðar

Bananarnir eru afhýddir og skornir í 1,5 cm þykkar sneiðar. Beikon vafið utan um, grillað eða steikt á grillpönnu í nokkrar mínútur. Borið fram heitt.