Matreiðslubók/Bananabrauð

Úr Wikibókunum

Bananabrauð er auðvelt í bakstri og er sérstaklega gott að nýta í það vel þroskaða banana - þeir eru bragðmestir.

Aðferð 1[breyta]

Efni[breyta]

  • 1 egg
  • 3 dl sykur
  • 2 bananar
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. matarsódi
  • 5 dl hveiti

Aðferð[breyta]

Þeytið saman egg og sykur. Maukið þess að auki bananana með gaffli og bætið út í. Blandið saman þurrefnum í skál og hrærið svo bananamaukinu út í. Bakað í kökuformi sem rúmar að minnsta kosti ½ líter við 200°C í 45 mínútur.

Aðferð 2[breyta]

Efni[breyta]

  • 3 bananar
  • 1 bolli sykur
  • 2 bollar hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 lyftiduft
  • 1 tsk. salt
  • 1 egg

Aðferð[breyta]

Bananar eru stappaðir og öllu blandað saman. Bakað í formi við 180°C í 50 mínútur.

Aðferð 3[breyta]

Efni[breyta]

  • 2 egg
  • 2 bollar hveiti
  • 1 ½ bolli púðursykur
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ bolli mjólk
  • 2 vel þroskaðir bananar, stappaðir

Aðferð[breyta]

Öllu blandað saman og bakað í formi við 180°C í 30–45 mín.