Fara í innihald

Matreiðslubók/Bóndakökur

Úr Wikibókunum

Bóndakökur

  • 300 grömm hveiti
  • 200 grömm smjörlíki, brætt
  • 200 grömm púðusykur
  • 75 grömm kókosmjöl
  • 2 matskeiðar síróp
  • 1 teskeið natron
  • Súkkulaðidropar (má sleppa)
  • 1 egg

Hrærið þurrefnin saman, hrærið eggið samanvið og að lokum smjörlíkið. Mótið í litlar kúlur úr deginu, setjið á bökunarpappír á plötu (og þrýstið svo súkkulaðidropunum varlega ofan á). Bakið við 180 gráður í 10-15 mínútur. (Fann þetta á www.vefuppskriftir.com)