Fara í innihald

Matreiðslubók/Amarula ís

Úr Wikibókunum

AMARULA ÍS

 1. 5 dl rjómi
 2. 1½ dl Amarula líkjör
 3. 100 g Toblerone, mjög smátt saxað
 4. 4 msk sykur
 5. 5 stk eggjarauður
 6. 5 stk eggjahvítur

Aðferð:

 1. Þeytið rjómann og geymið í skál.
 2. Þeytið saman eggjarauður, Amarula líkjörinn og sykurinn þangað til að blandan verður létt og ljós.
 3. Blandið rjómanum, líkjörsblöndunni og Toblerone-inu saman og hrærið vel (ekki þeyta).
 4. Stífþeytið svo eggjahvíturnar og blandið þeim saman við blönduna.
 5. Setjið blönduna í form og inn í frysti.
 6. Takið út eftir 1 klst. og svo aftur eftir 2 klst. til þess að hræra í.
 7. Frystist í lágmark 5 tíma.

Gerir u.þ.b 1,5 lítra.

Heimild: http://www2.uppskriftir.is