Matreiðslubók/Ítölsk skreið

Úr Wikibókunum

Ítölsk skreið

Hráefni

500 g skreið (barin og lögð í bleyti)

4 söltuð ansjósu flök (hreinsuð)

454 g smáar kartöflur

2 hvítlauksgeirar - smátt saxaðir

lítið búnt af steinselju - smátt söxuð

1/4 bolli furuhnetur - handfylli af svörtum ólífum

1/2 bolli þurrt hvítvín

1/2 bolli ólífuolía

salt og pipar

Aðferð

Sjóðið kartöflurnar þar til hægt er að stinga hnífi í gegn, ekki sjóða þær þar til að þær verða alveg mjúkar. Afhýðið kartöflurnar og setjið þær á disk. Haldið þeim heitum. Skerið skreiðina í bita og sjóðið í fimm mínútur í ósöltuðu vatni. Kælið fiskinn í pottinum, takið roðið af og beinhreinsið. Hitið ólífuolíuna í stórum potti, hitið hvítlaukinn í eina til tvær mínútur og bætið ansjósunum út í. Hrærið í ansjósunum til að ná þeim í sundur og bætið síðan skreiðinni, ólífunum og furuhnetunum út í. Hellið hvítvíni út í og bragðbætið með salti og pipar. Eldið þar til vínandinn hefur gufað upp.

Færið fiskinn yfir kartöflurnar, dreifið steinseljunni yfir og berið fram með góðu ítölsku hvítvíni t.d. Gavi.