Fara í innihald

Matreiðslubók/Áramótasúpa

Úr Wikibókunum

Áramótasúpa hentar vel á hátíðisdögum sem forréttur. Smakkast einnig vel upphituð.

Innihald[breyta]

 • 400 gr. sveppir
 • 3 msk. smjör
 • 1 l vatn
 • 3-4 tsk. kjötkraftur
 • 4 msk. hveiti, hrært í köldu vatni
 • 150 gr. rækjur
 • 2 msk. Sherry
 • 1 tsk. dill
 • 2 msk. steinselja
 • 1 eggjarauða
 • 180 gr. hreint jógúrt
 • steinselja til skreytinga
 • 1 dl rjómi

Aðferð[breyta]

 1. Brúnið sveppina í smjörinu í um það bil 5 mín., bætið síðan vatni og krafti út í og jafnið með hveitijafningi.
 2. Látið sjóða vel, hrærið stöðugt í.
 3. Kryddið með salti og pipar.
 4. Setið rækjur, Sherry og dill út í súpuna.
 5. Hitið rækjurnar eru orðnar heitar, en þær mega alls ekki sjóða því þá verða þær seigar.
 6. Þeytið saman eggjarauðu og jógúrt, blandið í súpuna.
 7. Síðast kemur rjóminn og hitið en sjóðið ekki.
 8. Stráið steinselju yfir hvern disk til skreytinga.

Ábendingar[breyta]

 • Sleppa má annað hvort rækjunum eða sveppunum ef einhver borðar ekki slíkt.