Fara í innihald

Margir aðgangar í sömu tölvu

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Björk Guðnadóttir

Hér er farið í hvernig hægt er að hafa marga aðganga í sömu tölvunni og hvernig á að takmarka aðganginn.


Margir aðgangar í sömu tölvu

[breyta]

Þegar ein tölva er til staðar á heimili þar sem t.d. foreldri og barn/börn nota öll tölvuna getur verið gott að hver hafi sinn aðgang. Þegar búinn er til sér tölvuaðgangur er hægt að takmarka aðgangsmöguleika sem viðkomandi hefur.

Dæmi: Búin er til sér aðgangur fyrir barn1, barnið fær ekki stjórnanda (Administrator) réttindi, það getur ekki hlaðið neinu niður á tölvuna né eitt neinu út sem getur skaðað tölvuna. Sá sem hefur stjórnanda réttindin getur farið inn á aðganginn hjá barninu og skoðað það sem þar hefur farið fram.

Foreldri þarf að gæta þess sérstaklega að hafa lykilorð á sínum aðgang sem barnið veit ekki af. Komist barnið að lykilorðinu getur það auðveldlega gert allt sem það vill, halað niður forritum og eytt gögnum.


Tveir aðskildir aðgangar

[breyta]

Þessir tveir aðgangar eru algjörlega aðskildir, gögnin vistast ekki á sama svæði nema um eitthvað sameiginlegt svæði sé að ræða. Útlit, skjáborð (Desktop) og fleiri stillingar fylgja hvorum aðgang fyrir sig. Þar með getur barnið haft sína skjámynd og sínar stillingar í friði án þess að rugla í stillingum foreldrana.

Ef sett er inn nýtt forrit hefur barnið aðgang að því líka nema að forritið bjóði sérstaklega upp á það í uppsetningu að einungis stjórnandi hafi aðgang að því. Barnið getur hins vegar ekki eytt því út á sínum aðgang.


Framkvæmd

[breyta]

Leiðbeiningarnar hér að neðan miðast við að notandi sé með Windows XP stýrikerfið og hafi stjórnanda aðgang.

Til þess að búa til sér aðgang er farið í Start-Control Panel-User Accounts, þar er hægt að velja “create a new account” myndirnar hér að neðan lýsa svo þeim skrefum sem koma næst.

Þegar ferlinu er svo lokið þarf að endurræsa vélina.

Muna að endurræsa vélina í lokin.

Getur stjórnandinn breytt lykilorði notandans

[breyta]

Ef notandinn vill hafa lykilorð, þá er hægt að fara þessa leið: Stjórnandinn býr til lykilorð fyrir notandann og lætur hann hafa, stillir síðan aðganginn hans þannig að hann getur ekki breytt lykilorðinu sínu. Þar með hefur stjórnandinn lykilorðið í höndunum og getur farið inn á aðganginn hans.

Til að setja stillingar um að notandinn getur ekki breytt lykilorðinu sínu er farið í Start-Control Panel- Administrative Tools – Computer Management. Þá á að opnast gluggi.


Hér er valið “Local users and Groups” og mappan “Users” sem þar er undir. Þá sést á listanum til hliðar notandinn barn1, tvísmellið á það. Þá fáið þið upp glugga.

Hakið þar í “User cannot change password”