Fara í innihald

Málverk

Úr Wikibókunum

Undirbúningur fyrir meistaraverk[breyta]

-Markhóp Þriggja manna hópar en allir einstaklingar þurfa af búa til eigin skissubækur með upplýsingum, hugleiðingum og skissum. Einnig þurfa þau að vera tilbúin til að svara spurningum og útskýra verkefnið fyrir öðrum.

-Grein Myndlist


Kynning[breyta]

Þið eigið að vera nútíma myndlistarmaður og þurfið ykkur að taka á móti hóp af útlenskum myndlistamönnum sem koma til Íslands í fyrsta sinn. Þið ætlið að kynna landlagsmyndlist fyrir þeim, verk eins af gömlu meisturunum og eins nútíma myndlistarmanns hér á Íslandi sem báðir fjalla um landslag í verkum sínum. Athugið að gestir ykkar þekkja ekki til íslensks landslags, veðurfars, þjóðar og staða sem eru öll stórir þáttakendur í landslagslistaverkum.

-Verkefni

Markmið 1: er að skoða vel verk tveggja listamanna frá mismunandi tímum. Kanna þau vel, lýsa þeim, hvaða efni eru notuð, myndbyggingu, skoða sögu listamannsins og í hvaða listastefnu vann hann. Þegar þið takið á móti gestum ykkar þá eigið þið að vera tilbúin að ræða um efnið á fræðilegan hátt og einnig út frá eigin upplifun; ekki lesa upp frá blaði en gott getur verið að nota minnispunkta.

Markmið 2: er að læra að nota skissubók fyrir þá rannsókn á hvað þú sérð og skynjar í verkum annarra og að tjá það sem þú upplifir í tengslum við þá upplifun.

Bjargir (námur)[breyta]

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041109124601/www.nams.is/listavefurinn/flash/byrja.html

http://www.namsgagnastofnun.is/isllistvefur/

http://www.listasafn.is/?i=147

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041102103551/www.listasafnreykjavikur.is/safn/listaverkaeign_reykjavikurborgar.shtml

http://www.this.is/fyll

http://www.i8.is/

Dæmi um listamenn:

Gömlu meistararnir Kjarval, Jón Stefánsson, Louisa Matthíasdóttir, Ásgrímur Jónsson

Nútímalistamenn Katrín Sigurðardóttir, Georg Guðni Hauksson, Eggert Pétursson, Guðjón Ketilsson, Ólöf Nordal

Ferli[breyta]

Þetta verkefni tekur 5 kennslutíma og heimavinna.

Fyrsti tími

Veljið listamann, einn af gömlu meisturunum. Vinnið saman í hóp, velja þarf eitt listaverk saman og annað verk fyrir hvern einstakling. Ræðið saman um sameiginlega verkið og listamanninn. Skrifið niður punkta frá umræðunum og skissið út frá verkinu; athugið myndbyggingu, liti, áferð stemningu t.d. Það er hópsins að ákveða hvernig skissubókin er notuð og hvað skuli leggja áherslur á að sýna gestunum. Vera tilbúin fyrir næsta tíma að kynna listamanninn og sameiginlega verkið fyrir gestum ykkar.

Heimavinna er einstaklingsvinna sem er að skissa út frá verki sem hver nemandi valdi sér sjálfur.

Annar tími

Hver hópur tekur á móti gestum sínum, kynnir fyrir þeim listamanninn og listaverkið sem þið rannsökuðu saman. Í seinnipart tímans byrjið þið að skissa að eigin verki í anda listamannsins ykkar.

Heimavinna er að halda áfram að skissa, gerið 5 mismunandi skissur að eigin verki.


Þriðji tími

Byrjið að rannsaka nútímalistamann og vinna saman í hóp eins þið gerðuð með gamla meistarann. Heimavinna sú sama og í fyrsta tíma.

Fjórði tími

Kynna listamann fyrir gestum ykkar eins og áður og seinnipart tíma að byrja skissa að eigin verki út frá þessum listamanni.

Heimavinna að gera 5 mismunandi skisssur að eigin verki.

Fimmti tími

Ræðið saman um listamennina, hvað eiga þeir sameiginlegt og hvað er ólíkt með þeim. Skrifið niður niðurstöður og skissið eigin myndir út frá báðum listamönnunum.


Mat[breyta]

Skissubók 50%, kynning 30% og hópvinna 20%.

Niðurstaða[breyta]

Nemendur eiga að hafa lært um tvo listamenn frá ólíkum tímum sem vinna með landslag, tjá sig um þá og verk þeirra.

Þau eiga að geta útskýrt hvað er ólíkt og líkt hvernig þessir listamenn vinna með landslag.

Þau hafa lært að nota skissubækur á mismunandi hátt; t.d í rannsókn, að tjá sig, að skynja og sem dagbók.Höfundur


Alexandra Herbertsdóttir