Lystigarðurinn

Úr Wikibókunum

Lystigarðurinn á Akureyri var stofnaður árið 1912. Það var dönsk kona, Anna Katharine Schiöth, sem hafði frumkvæði að stofnun hans og Margret Schiöth, tengdadóttir hennar tók svo við hennar störfum við garðinn þegar hún var sest í helgan stein. Með þeim Önnu og Margaret voru það nokkrar húsmæður sem höfðu veg og vanda að uppsetningu garðsins. Þeim var úthlutað landi í Stóra Eyrarlandi og Anna skipulagði og teiknaði elsta hluta garðsins. Tengdadóttir hennar tók svo síðar við stjórninni og starfaði við garðinn í 30 ár.


Lystigarðurinn er fyrsti almenningsgarður á landinu og var rekinn af Lystigarðsfélaginu allt til ársins 1953. Þá var félagið lagt niður og Akureyrarbær tók formlega við rekstrinum og hefur rekið hann síðan.

Garðurinn hefur verið stækkaður þrisvar sinnum síðan. Mörg markmið eru með rekstrinum. Eitt mikilvægasta hlutverkið er að finna með prófunum, fallegar, harðgerar tegundir fjölæringa, trjáa og runna. Þar að auki er hann notaður til afþreyingar og nýtist almenningi til fróðleiks og skemmtunar.

Grasagarðurinn 195[breyta]

Árið 1954 til 1970 var Jón Rögnvaldsson, frumkvöðull í garðyrkju og skógrækt, forstöðumaður garðsins.

Árið 1972 voru í grasagarði Lystigarðsins samtals um 2511 tegundir og afbrigði, þar af 442 íslenskar tegundir og slæðingar.