Litahringur

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Gunnar Jóhannsson

Litahringur[breyta]

Litahringurinn er samsettur úr frumlitunum (primary colours). Johannes Itten setti litahringinn upp í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag. Frumlitirnir eru þrír gulur, rauður og blár. Frumlitirnir eru einstakir, þá er ekki hægt að blanda úr öðrum litum. Þegar gulum og rauðum er blandað saman kemur út appelsínugulur, þegar rauðum og bláum er blandað saman kemur út fjólublár og þegar bláum og gulum er blandað saman verður útkoman grænn litur. Heitir og kaldir litir, blár er dæmi um kaldan lit, þeir litir sem eru sömu megin á litahringnum og blái eru kaldir. Rauður er dæmi um heitan lit, þeir litir sem eru sömu megin á litahringnum eru heitir litir þ.e. frá gulum til fjólubláa.


Blöndun og styrkleiki lita[breyta]

Grunnlitir, sýnt hvernig best er að blanda grunnlitina, í nákvæmum hlutföllum t.d. með olíu,akrýl eða gouache litum.
Litirnir. Meðfylgjandi litatafla sýnir hvernig grunnlitirnir eru lýstir með hvítum lit og dekktir með svörtum lit.
Litirnir. Meðfylgjandi litatafla sýnir hvernig blár er lýstur með hvítum lit.


Andstæðulitir og optisk áhrif[breyta]

Andstæðulitir, þeir litir sem eru á móti hvor öðrum á litahringnum eru andstæðulitir t.d. gulur og fjólublár, grænn og rauður eða appelsínugulur og blár. Þegar andstæðulitir eru settir saman á myndflöt virkar það þannig á augað að myndflöturinn virðist dansa eða hreyfast fyrir augum manns. Það verða til svokölluð optisk áhrif. Ungverjinn Victor Vasarely er þekktur op-listamaður. Hörður Ágústsson var einnig vel að sér í optiskum áhrifum myndflatarins og gerði mörg slík myndverk.


Jarðlitir [breyta]

Þegar frumlitunum sjálfum er blandað saman verða til svokallaðir jarðlitir, þá er verið að tala um t.d. mosagrænann, súkkulaðibrúnann, rauðbrúnann og fleiri liti sem verða til við blöndun frumlitanna.

Eins og getið hefur verið um, eru jarðlitirnir blandaðir úr frumlitunum þremur,(Primary colors). Einnig er hægt að blanda svartan úr frumlitunum, það er einmitt það sem vatnslitamálarar gera nær undantekningalaust. Í vatnslitamálun er hvítur og svartur yfirleitt ekki notaðir, vatnslitapappírinn kemur í stað hvíta, vatnið gerir litina transparent, þvi meira vatn þvi gegnsærri áferð, síðan er svartur blandaður úr frumlitunum og notaður þannig. Ef hvítur og svartur eru notaðir, þ.e.litir úr túpum verður útkoman oft muskuleg í vatnslitamálun.

Impressionistar[breyta]

Málverkið Impression sunrise, höfundur:Eduard Monet, myndin er máluð 1872, olía á striga stærð 48x63cm. Myndin sem Impressionisminn dregur nafn sitt af.

Dæmi um litaglaða myndlistarmenn eru t.d. Impressionistarnir, sem voru upp á sitt besta í Frakklandi um 1870, þeir skelltu oft hreinum lit beint á léreftið og máluðu oft myndir af sömu stöðum við mismunandi veður og birtuskilyrði til þess að reyna að fanga augnablikið. Þekktir Impressionistar eru t.d. Claude Monet sem þekkur er fyrir vatnaliljumyndir sínar og Impressionist sunrise, Berthe Morisot sem var þekt fyrir myndir af fólki þar á meðal konum og börnum, Vincent Van Gough, þekktur fyrir t.d. myndina af kartöfluætunum og sólblómamyndir sínar. Paul Cezanne sem þekktur er m.a. fyrir frábærar uppstillingar, sjálfsmyndir og myndina af mönnum að spila á spil

Litir Dýra og náttúru[breyta]

það er umhugsunarefni með litina í náttúrunni og dýraríkinu. Ef þið skoðið myndirnar hérna fyrir ofan sjáið þið að sum dýrin eins og páfagaukarnir og rauðu gullfiskarnir leggja alla áherslu á að vera litríkir og áberandi í umhverfinu það þjónar sjálfsagt þeirra tilgangi. Á meðan önnur dýr gera allt sem í þeirra valdi stendur til að samlagast og renna saman við unmhverfi sitt. Sjáið t.d. myndina af íkornanum og myndirnar af flatfiskunum, þetta er athyglisverður og líkast til nauðsynlegur þáttur í náttúrunni þetta vekur upp margarnspurningar og vangaveltur t.d. af hverju eru gullfiskarnir svona áberandi en flatfiskarnir ekki?

Krossapróf um litahringinn[breyta]

1 Hver er andstæðulitur fjólublás á litahringnum?

Blár
Grænn
Gulur
Bleikur

2 Hvað eru frumlitirnir margir?

Einn
Þrír
Sex
Níu

3 Hverjir eru frumlitirnir ?

Orange, fjólublár og ljósgrænn
Hvítur, svartur og grænn
Gulur, rauður og blár
Ljósblár, brúnn og drappaður

4 Er blár heitur eða kaldur litur?

kaldur
heitur
hvorugt

5 Úr hvaða litum eru jarðlitir blandaðir?

Úr frumlitunum
Hvítum og svörtum
Gulum og grænum
Öllum litum litahringsins

6 Er rauður kaldur eða heitur litur?

Kaldur
Volgur
Heitur

7 Hvaða litur kemur út, ef blandað er saman gulum og rauðum?

Blár
Fjólublár
Appelsínugulur
Grænn

8 En ef blandað er saman rauðum og bláum?

Dökkbrúnn
Fjólublár
Dökkblár
Svartur

9 En ef blandað er saman bláum og gulum?

Ljósgrænn
Mosagrænn
Brúnn
Grænn

10 Hvernig lýsir þú eða dekkir liti, litahringsins?

Með hvítum og svörtum lit
Með ljósgulum og dökkgrænum
Með vatni eða terpentínu
Ekki hægt


Sama krossapróf á Hot Potatos formi:

krossapróf

Heimildir[breyta]

  • Consultant editors Smith, Stan, Professor Holt, H.F.Ten, Foreword Hogarth,Paul "the ARTIST´S MANUAL"
  • Parramón, J.M., The Complete Book of Watercolours

Ítarefni[breyta]

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: