Fara í innihald

Listir/Litablöndun

Úr Wikibókunum

Þó gaman sé að kaupa óteljandi túbur af fallegum litum til að mála með eða nota í ýmsu handverki þarf þess ekki ef keyptir eru góðir litir. Það er hægt að blanda flesta liti úr grunnlitunum. Þó gildir þetta aðallega um málningu með föstum litarefnum (pigments) sem blandast fylliefninu en leysast ekki upp í því. Litirarefni sem leysast upp í fylliefninu (dye) þegar liturinn er blandaður eiga það til að blandast öðruvísi saman. Nóg er að kaupa rauðan, bláan og gulan og hvítan til að framleiða alla regnbogans liti.

Eftrfarandi grunnreglur gilda í blöndun lita:

  1. Gulur og rauður mynda appelsínugulan lit.
  2. Blár og rauður gefa fjólubláa liti.
  3. Gulur og blár verða að grænum þegar þeir koma saman.
  4. Svartur fæst með að blanda saman gulum, rauðum og bláum lit.
  5. Svartur fæst einnig ef notaðir eru gulur, rauður og grænn litur eða með öðrum orðum, ef magn guls og græns lits er í talsvert meira magni en sá blái. Er það smekksatriði hvor blandan er fallegri.


Hlutfall lita sem eru notaðir eru í litablöndur ráða svo endanlegri útkomu. Litina og litablöndurnar má svo lýsa með hvítum lit.

Kosturinn við að blanda litina svona er að ekki þarf að eiga stórann lager af litum og því sparar það pening.

Gallinn við að nota eingöngu svona fáa grunnliti er að útkoman getur orðið einsleit nema hugmyndaflugið sé þeim mun betra.